Innlent

Ásta Guðrún hættir við að taka sæti á lista Pírata

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Ásta Guðrún segir að hugur hafi ekki fylgt hjarta þegar hún bauð sig fram í prófkjöri Pírata.
Ásta Guðrún segir að hugur hafi ekki fylgt hjarta þegar hún bauð sig fram í prófkjöri Pírata. Vísir/Ernir
Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, hyggst ekki taka sæti á lista flokksins fyrir komandi kosningar. Þetta tilkynnti hún í færslu á Facebook-síðu sinni. 

„Þetta hefur verið gaman og gefandi starf að fá að sitja á þingi fyrir Pírata – og umfram allt er ég þakklát fyrir þann heiður að hafa fengið að sitja á Alþingi – löggjafarþingi Íslands,“ segir Ásta.

Þá segir hún að hugur hafi ekki fylgt hjarta þegar hún bauð sig fram í prófkjöri Pírata. „Ekki vegna þess að ég styð ekki Pírata heldur einfaldlega vegna þess að mig langar að gera eitthvað annað.“

Ásta segist ætla að halda á vit ævintýranna og halda áfram að berjast fyrir mannréttindum í stafrænum heimi. 

Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×