Trump bæði nöldurseggur og lygari segir æðstiklerkur Írans Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. október 2017 06:00 Ali Khamenei fundaði með nemendum í gær. vísir/afp Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, lýsti því yfir í gær að yfirvöld þar í landi hygðust standa við kjarnorkusamninginn svo lengi sem aðrir samningsaðilar stæðu einnig við hann. Frakkland, Þýskaland, ESB, Íran, Bretland, Kína, Rússland og Bandaríkin eru aðilar að samkomulaginu sem miðar að því að Íransstjórn láti af áformum um þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir megnri óánægju með samninginn og sagðist hann í kosningabaráttunni ætla að rifta honum. Þann 13. október síðastliðinn tilkynnti Trump svo um að Bandaríkin myndu ekki staðfesta samkomulagið. Forsetinn sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök og að ríkið hefði nú þegar margsinnis gerst brotlegt við ákvæði samningsins. „Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að svara nöldri og digurbarkalegum fullyrðingum þessa hrottalega forseta,“ sagði Khamenei í gær þegar hann ræddi við nemendur í höfuðborginni Teheran og bætti við: „Heimska Trumps ætti ekki að afvegaleiða okkur frá því að taka eftir sviksemi Bandaríkjanna.“ Khamenei sagði að ef Bandaríkin myndu rifta samkomulaginu myndu Íranar „tæta“ það. „Enn á ný munu allir sjá Bandaríkin fá kjaftshögg og tapa fyrir Írönum,“ sagði æðstiklerkurinn. Jafnframt sagði Khamenei Trump brjálaðan vegna þess að Íranar væru að eyðileggja áætlanir Bandaríkjanna í Líbanon, Sýrlandi, Írak og Egyptalandi. Það kæmi Bandaríkjunum einfaldlega ekkert við hvað Íranar gerðu á svæðinu. „Ef þeir spyrja okkur hvers vegna við eigum eldflaugar svörum við með því að spyrja hvers vegna þeir eigi eldflaugar og kjarnorkuvopn.“ Þá kallaði Khamenei eftir því að aðrir aðilar samkomulagsins fordæmdu framgöngu Trumps í málinu. Bandaríkjastjórn hefur meðal annars sakað Írana um að brjóta gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með eldflaugatilraunum og kallað eftir því að ríkið hætti tilraunum með eldflaugar sem hannaðar séu til að flytja kjarnorkusprengjur. Íransstjórn hafnar því hins vegar alfarið að eldflaugarnar sem um ræðir séu af þeim toga. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Ali Khamenei, æðstiklerkur Írans, lýsti því yfir í gær að yfirvöld þar í landi hygðust standa við kjarnorkusamninginn svo lengi sem aðrir samningsaðilar stæðu einnig við hann. Frakkland, Þýskaland, ESB, Íran, Bretland, Kína, Rússland og Bandaríkin eru aðilar að samkomulaginu sem miðar að því að Íransstjórn láti af áformum um þróun kjarnorkuvopna gegn því að viðskiptaþvingunum verði aflétt. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ítrekað lýst yfir megnri óánægju með samninginn og sagðist hann í kosningabaráttunni ætla að rifta honum. Þann 13. október síðastliðinn tilkynnti Trump svo um að Bandaríkin myndu ekki staðfesta samkomulagið. Forsetinn sagði Íran styðja hryðjuverkasamtök og að ríkið hefði nú þegar margsinnis gerst brotlegt við ákvæði samningsins. „Ég ætla ekki að eyða tíma mínum í að svara nöldri og digurbarkalegum fullyrðingum þessa hrottalega forseta,“ sagði Khamenei í gær þegar hann ræddi við nemendur í höfuðborginni Teheran og bætti við: „Heimska Trumps ætti ekki að afvegaleiða okkur frá því að taka eftir sviksemi Bandaríkjanna.“ Khamenei sagði að ef Bandaríkin myndu rifta samkomulaginu myndu Íranar „tæta“ það. „Enn á ný munu allir sjá Bandaríkin fá kjaftshögg og tapa fyrir Írönum,“ sagði æðstiklerkurinn. Jafnframt sagði Khamenei Trump brjálaðan vegna þess að Íranar væru að eyðileggja áætlanir Bandaríkjanna í Líbanon, Sýrlandi, Írak og Egyptalandi. Það kæmi Bandaríkjunum einfaldlega ekkert við hvað Íranar gerðu á svæðinu. „Ef þeir spyrja okkur hvers vegna við eigum eldflaugar svörum við með því að spyrja hvers vegna þeir eigi eldflaugar og kjarnorkuvopn.“ Þá kallaði Khamenei eftir því að aðrir aðilar samkomulagsins fordæmdu framgöngu Trumps í málinu. Bandaríkjastjórn hefur meðal annars sakað Írana um að brjóta gegn samþykkt öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna með eldflaugatilraunum og kallað eftir því að ríkið hætti tilraunum með eldflaugar sem hannaðar séu til að flytja kjarnorkusprengjur. Íransstjórn hafnar því hins vegar alfarið að eldflaugarnar sem um ræðir séu af þeim toga.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira