Kate Beckinsale stígur fram með ásakanir á hendur Weinstein Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. október 2017 20:21 Kate Beckinsale segist hafa verið sautján ára þegar Harvey Weinstein hafði í frammi óviðeigandi hegðun í hennar garð. vísir.is/getty Í dag greindi leikkonan Kate Beckinsale frá því að Weinstein hafi reynt að bera ofan í hana áfengi og í kjölfarið haft í frammi óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í frétta breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi kvenna hefur stigið fram að undanförnu með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein í kjölfarið á umfjöllun The New Yorker. Sjá fréttaskýringu Vísis um mál Harveys Weinstein hér. Að sögn Beckinsale var hún aðeins sautján ára þegar hún var kölluð á fund Weinsteins en það kom henni á óvart að fundurinn átti að fara fram inn á hótelherbergi Savoy hótelsins. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar kvikmyndaframleiðandinn tók á móti henni á baðsloppnum einum klæða. Beckinsale telur að Weinstein hafi hreinlega ekki munað hvort hann hefði ráðist að henni eður ei.Vísir.is/getty „Ég var ótrúlega barnaleg og ung og það hvarflaði ekki að mér að þessi eldri, fráhrindandi maður ætlaðist til þess að ég hefði kynferðislegan áhuga á sér,“ segir Beckinsale. Leikkonan segist hafa komist frá fundinum tiltölulega heil á húfi. Hún neitaði boði um áfengi og sagðist þurfa að vakna snemma til þess að fara í skólann daginn eftir. Hún segir að Weinstein hefði komið að máli við sig nokkrum árum síðar og spurt sig hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti reynt við hana. „Það rann upp fyrir mér að hann mundi ekki eftir því hvort hann hefði ráðist að mér eða ekki,“ segir Beckinsale. Hún segist margsinnis hafa hafnað atvinnutilboðum Weinsteins og að það hafi óneitanlega haft neikvæð áhrif á sinn feril. Hún hafði á tilfinningunni að enginn styddi hana í því að sniðganga Weinstein nema fjölskylda sín. Í dag greindu lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins frá því að rannsókn á ásökunum á hendur Weinsteins sé hafin. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 „Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Í dag greindi leikkonan Kate Beckinsale frá því að Weinstein hafi reynt að bera ofan í hana áfengi og í kjölfarið haft í frammi óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í frétta breska ríkisútvarpsins BBC. Fjöldi kvenna hefur stigið fram að undanförnu með ásakanir á hendur kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein í kjölfarið á umfjöllun The New Yorker. Sjá fréttaskýringu Vísis um mál Harveys Weinstein hér. Að sögn Beckinsale var hún aðeins sautján ára þegar hún var kölluð á fund Weinsteins en það kom henni á óvart að fundurinn átti að fara fram inn á hótelherbergi Savoy hótelsins. Hún segir að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar kvikmyndaframleiðandinn tók á móti henni á baðsloppnum einum klæða. Beckinsale telur að Weinstein hafi hreinlega ekki munað hvort hann hefði ráðist að henni eður ei.Vísir.is/getty „Ég var ótrúlega barnaleg og ung og það hvarflaði ekki að mér að þessi eldri, fráhrindandi maður ætlaðist til þess að ég hefði kynferðislegan áhuga á sér,“ segir Beckinsale. Leikkonan segist hafa komist frá fundinum tiltölulega heil á húfi. Hún neitaði boði um áfengi og sagðist þurfa að vakna snemma til þess að fara í skólann daginn eftir. Hún segir að Weinstein hefði komið að máli við sig nokkrum árum síðar og spurt sig hvort hann hefði á einhverjum tímapunkti reynt við hana. „Það rann upp fyrir mér að hann mundi ekki eftir því hvort hann hefði ráðist að mér eða ekki,“ segir Beckinsale. Hún segist margsinnis hafa hafnað atvinnutilboðum Weinsteins og að það hafi óneitanlega haft neikvæð áhrif á sinn feril. Hún hafði á tilfinningunni að enginn styddi hana í því að sniðganga Weinstein nema fjölskylda sín. Í dag greindu lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins frá því að rannsókn á ásökunum á hendur Weinsteins sé hafin.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Hollywood Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30 Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19 „Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51 Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Óskarsakademían heldur neyðarfund vegna Weinstein Fyrirtæki Harvey Weinstein, sem sakaður er um margvísleg kynferðisbrot, hafa fengið 81 Óskarsverðlaun. 12. október 2017 06:30
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Cara Delevingne opnar sig um hræðilega reynslu sína af Weinstein Cara Delevingne bætist í hóp þeirra kvenna sem hafa opnað sig um kynferðisofbeldi Harvey Weinstein. 11. október 2017 23:19
„Hlustið, ógeð Hollywood, við vitum hverjir þið eruð“ Samantha Bee fór hörðum höndum um Harvey Weinstein og aðra í þætti sínum Full Frontal í gærkvöldi. 12. október 2017 14:51
Weinstein til rannsóknar hjá lögregluyfirvöldum í New York og London Lögregluyfirvöld beggja vegna Atlantshafsins rannsaka nú ásakanir á hendur bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni hans í garð kvenna. 12. október 2017 15:34