Rekinn eftir ásakanir um kynferðislega áreitni og brot Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2017 12:27 Martin Timell hefur meðal annars stjórnað skemmtiþættinum Deal or no deal og Äntligen hemma. Wikipedia Martin Timell, einn vinsælasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar, hefur verið látinn fara frá sjónvarpsstöðinni TV4 eftir ásakanir fjölda samstarfskvenna hans um að hann hafi brotið gegn og áreitt þær kynferðislega um árabil. TV4 er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin í Svíþjóð og hefur tekið alla þætti sjónvarpsmannsins, sem sýna átti í haust, af dagskrá. Fjölmargar konur hafa greint frá því á samfélagsmiðlum með kassamerkinu #metoo að þær hafi þurft að sæta kynferðislegri áreitni af hendi sjónvarpsmannsins á síðustu árum. Timell hefur meðal annars stjórnað skemmtiþættinum Deal or no deal og Äntligen hemma, þáttar þar sem fylgst er með framkvæmdum á heimilum fólks. Í samtali við fréttastofu TV4 viðurkenndi Timell að hafa káfað á samstarfskonum og að hann ætli að hringja og biðja konur afsökunar, auk þess að hann hafi leitað sér aðstoðar. „Ég hef ekki gert mér grein fyrir því að ég hafi farið illa með fólk.“ Þá segir hann að TV4 hafi gert rétt með því að láta sig fara og taka þætti hans af dagskrá. Hann sé í áfalli að hann hafi farið illa með svo marga.Í frétt SVT er haft eftir starfsmanni framleiðslufyrirtækis Äntlingen hemma að vandamál tengd Timell hafi ítrekað komið upp um margra ára skeið. Reynt hafi verið að fá hann til að bæta ráð sitt. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislega áreitni innan sænska fjölmiðlageirans að undanförnu og hefur annar vinsæll sænskur sjónvarpsmaður, sem starfar hjá ríkissjónvarpinu SVT, verið ásakaður um kynferðislega áreitni. SVT hefur þó ákveðið að taka þætti hans ekki af dagskrá, þó að það verði endurskoðað leiði rannsókn í ljós að hann hafi gerst brotlegur. Sömuleiðis hafa sænskir fjölmiðlar einnig mikið fjallað um kynferðislega áreitni inni á ritstjórnarskrifstofum Aftonbladet, þar sem tveir karlmenn á ritstjórninni hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Konur á ritstjórninni hafa margar greint frá því hafa þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni og að þar hafi ríkt þöggunarmenning innandyra. MeToo Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Martin Timell, einn vinsælasti sjónvarpsmaður Svíþjóðar, hefur verið látinn fara frá sjónvarpsstöðinni TV4 eftir ásakanir fjölda samstarfskvenna hans um að hann hafi brotið gegn og áreitt þær kynferðislega um árabil. TV4 er stærsta einkarekna sjónvarpsstöðin í Svíþjóð og hefur tekið alla þætti sjónvarpsmannsins, sem sýna átti í haust, af dagskrá. Fjölmargar konur hafa greint frá því á samfélagsmiðlum með kassamerkinu #metoo að þær hafi þurft að sæta kynferðislegri áreitni af hendi sjónvarpsmannsins á síðustu árum. Timell hefur meðal annars stjórnað skemmtiþættinum Deal or no deal og Äntligen hemma, þáttar þar sem fylgst er með framkvæmdum á heimilum fólks. Í samtali við fréttastofu TV4 viðurkenndi Timell að hafa káfað á samstarfskonum og að hann ætli að hringja og biðja konur afsökunar, auk þess að hann hafi leitað sér aðstoðar. „Ég hef ekki gert mér grein fyrir því að ég hafi farið illa með fólk.“ Þá segir hann að TV4 hafi gert rétt með því að láta sig fara og taka þætti hans af dagskrá. Hann sé í áfalli að hann hafi farið illa með svo marga.Í frétt SVT er haft eftir starfsmanni framleiðslufyrirtækis Äntlingen hemma að vandamál tengd Timell hafi ítrekað komið upp um margra ára skeið. Reynt hafi verið að fá hann til að bæta ráð sitt. Mikið hefur verið fjallað um kynferðislega áreitni innan sænska fjölmiðlageirans að undanförnu og hefur annar vinsæll sænskur sjónvarpsmaður, sem starfar hjá ríkissjónvarpinu SVT, verið ásakaður um kynferðislega áreitni. SVT hefur þó ákveðið að taka þætti hans ekki af dagskrá, þó að það verði endurskoðað leiði rannsókn í ljós að hann hafi gerst brotlegur. Sömuleiðis hafa sænskir fjölmiðlar einnig mikið fjallað um kynferðislega áreitni inni á ritstjórnarskrifstofum Aftonbladet, þar sem tveir karlmenn á ritstjórninni hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Konur á ritstjórninni hafa margar greint frá því hafa þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni og að þar hafi ríkt þöggunarmenning innandyra.
MeToo Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent