Pieta Ísland hlýtur 24 milljón króna styrk frá Velferðarráðuneytinu Þórdís Valsdóttir skrifar 25. október 2017 18:03 Forseti Íslands tilkynnti í síðasta mánuði að Pieta-húsið myndi opna á Baldursgötu 7 í Reykjavík þann 1. desember næstkomandi. Facebook/Pieta Ísland Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritaði í dag samning við Pieta Ísland um 24 milljóna króna rekstrarstyrk frá velferðarráðuneytinu til tveggja ára. Þetta kom fram í fréttatilkynningu í dag. Pieta Ísland eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og er helsta markmið samtakanna að vinna gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða með ókeypis ráðgjöf. Pieta Ísland undirbýr stofnun Pieta húss að írskri fyrirmynd þar sem allir sem eru í sjálfsvígshættu eða glíma við sjálfsskaðavanda og aðstandendur þeirra eiga greiðan aðgang að gjaldfrjálsri ráðgjöf. Pieta húsið verður staðsett að Baldursgötu 7 í Reykjavík og stefnt er að opnun þess 1. desember næstkomandi. Pieta húsið mun geta náð til 81 prósent landsmanna en stefnt er að því að opna Pieta skjól á landsbygðinni í framtíðinni. Með komu í húsið munu einstaklingar sem þurfa á aðstoð að halda, eiga kost á að fá þjónustu innan 24 stunda frá því að leitað er eftir aðstoð. Boðið verður upp á fimmtán ókeypis viðtöl fyrir þá sem eru í sjálfsvígshugleiðingum og fimm ókeypis viðtöl fyrir aðstandendur og munu fagaðilar sjá um viðtölin. Í fréttatilkynningunni kom fram að ein af forsendum fyrir styrk ráðuneytisins var að Pieta Ísland hefði náð samvinnu við fleiri styrktaraðila um fjármögnun og rekstur hússins. „Í mínum huga er enginn vafi um að það sé bæði rétt og skylt að styrkja þetta verkefni. Það er knýjandi þörf fyrir stuðning og aðstoð við fólk í þessum vanda, bæði einstaklingana sjálfa og þeirra nánustu - aðstoð sem er aðgengileg nær tafarlaust og veitt af sérfræðingum“ sagði Þorsteinn Víglundsson þegar hann og Sigríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta Ísland, undirrituðu samninginn í dag. Tengdar fréttir Fyrsta sjálfsvígsforvarnarhúsið opnar á Baldursötu 1. desember Forseti Íslands tilkynnti á Góðgerðardegi Kringlunnar fyrir Pieta Ísland að Pieta-húsið sem samtökin stefna að því að opna 1.desember verður á Baldursgötu 7 Í Reykjavík. 22. september 2017 15:27 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, undirritaði í dag samning við Pieta Ísland um 24 milljóna króna rekstrarstyrk frá velferðarráðuneytinu til tveggja ára. Þetta kom fram í fréttatilkynningu í dag. Pieta Ísland eru samtök gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og er helsta markmið samtakanna að vinna gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða með ókeypis ráðgjöf. Pieta Ísland undirbýr stofnun Pieta húss að írskri fyrirmynd þar sem allir sem eru í sjálfsvígshættu eða glíma við sjálfsskaðavanda og aðstandendur þeirra eiga greiðan aðgang að gjaldfrjálsri ráðgjöf. Pieta húsið verður staðsett að Baldursgötu 7 í Reykjavík og stefnt er að opnun þess 1. desember næstkomandi. Pieta húsið mun geta náð til 81 prósent landsmanna en stefnt er að því að opna Pieta skjól á landsbygðinni í framtíðinni. Með komu í húsið munu einstaklingar sem þurfa á aðstoð að halda, eiga kost á að fá þjónustu innan 24 stunda frá því að leitað er eftir aðstoð. Boðið verður upp á fimmtán ókeypis viðtöl fyrir þá sem eru í sjálfsvígshugleiðingum og fimm ókeypis viðtöl fyrir aðstandendur og munu fagaðilar sjá um viðtölin. Í fréttatilkynningunni kom fram að ein af forsendum fyrir styrk ráðuneytisins var að Pieta Ísland hefði náð samvinnu við fleiri styrktaraðila um fjármögnun og rekstur hússins. „Í mínum huga er enginn vafi um að það sé bæði rétt og skylt að styrkja þetta verkefni. Það er knýjandi þörf fyrir stuðning og aðstoð við fólk í þessum vanda, bæði einstaklingana sjálfa og þeirra nánustu - aðstoð sem er aðgengileg nær tafarlaust og veitt af sérfræðingum“ sagði Þorsteinn Víglundsson þegar hann og Sigríður Arnardóttir, framkvæmdastjóri Pieta Ísland, undirrituðu samninginn í dag.
Tengdar fréttir Fyrsta sjálfsvígsforvarnarhúsið opnar á Baldursötu 1. desember Forseti Íslands tilkynnti á Góðgerðardegi Kringlunnar fyrir Pieta Ísland að Pieta-húsið sem samtökin stefna að því að opna 1.desember verður á Baldursgötu 7 Í Reykjavík. 22. september 2017 15:27 Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Fyrsta sjálfsvígsforvarnarhúsið opnar á Baldursötu 1. desember Forseti Íslands tilkynnti á Góðgerðardegi Kringlunnar fyrir Pieta Ísland að Pieta-húsið sem samtökin stefna að því að opna 1.desember verður á Baldursgötu 7 Í Reykjavík. 22. september 2017 15:27
Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans. 25. ágúst 2017 17:53