Stóðu einir gegn vígamönnum í tvo tíma Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2017 13:15 Frá jarðarför La David Johnson sem lést í Níger. Vísir/AFP Hermenn Bandaríkjanna sem ásamt hermönnum Níger lentu í umsátri íslamskra víganna í byrjun mánaðarins kölluðu ekki eftir hjálp fyrr en um klukkustund eftir að skotbardaginn hófst. Hjálpin barst ekki fyrr en eftir aðra klukkustund og voru þeir því einir í tvo tíma. Fjórir bandarískir og fimm nígerskir hermenn létu lífið Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna eru í Níger þar sem þá þjálfa og aðstoða heimamenn í baráttu þeirra gegn vígahópum sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Mikil óvissa ríkir varðandi árásina og af hverju einn hermaðurinn sem dó fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna rannsaka nú atvikið. Hershöfðinginn Joseph Dunford hélt blaðamannafund í gær þar sem hann fór yfir það sem vitað var og hvað lægi ekki fyrir.Tólf bandarískir sérsveitarmenn voru í könnunarleiðangri með 30 nígerskum hermönnum og fóru þeir til þorpsins Tongo Tongo þann þriðja október og héldu þeir til þar yfir nóttina. Á leiðinni til baka réðust um 50 vígamenn, hliðhollir ISIS, á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Hluti rannsóknarinnar snýr að því hvort að íbúar þorpsins hafi látið vígamennina vita af ferð hermannanna. Dunford sagði að um 800 bandarískir hermenn séu í Níger og Bandaríkin hafi haft viðveru þar í rúma tvo áratugi. Markmiðið nú sé að aðstoða Frakka, sem leiða aðgerðirnar gegn ISIS, al-Qaeda og Boko Haram. Allt í allt eru um sex þúsund bandarískir hermenn í Afríku.Samkvæmt frétt Washington Post kölluðu hermennirnir eftir aðstoð um klukkustund eftir að átökin hófust. Þá tók hálftíma að koma frönskum herþotum á loft frá nærliggjandi herstöð og það tók flugmennina um hálftíma til viðbótar að komast á vettvang. Á meðan á þessu stóð var óvopnaður bandarískur dróni yfir átakasvæðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem í ljós kom að hermaðurinn La David Johnson var týndur. Umfangsmikil leit var sett af stað og fannst lík hans þann sjötta október. Ekkja hans, Myeshia Johnson, hefur þó kvartað yfir því að hún hafi ekki fengið að sjá líka hans og viti í rauninni ekki fyrir víst að hann hafi verið í kistunni sem var flutt til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Ekkjan opnar sig um símtalið við TrumpStefna hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna er að hægt sé að mæla með því að fjölskyldan skoði ekki líkið, en það sé þó ákvörðun fjölskyldunnar. Dunford sagði að frekari upplýsingar verði gerðar opinberar þegar þær liggi fyrir. Hann sagði herinn skulda fjölskyldum mannanna upplýsingar um hvað hefði gerst. Bandaríkin Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Hermenn Bandaríkjanna sem ásamt hermönnum Níger lentu í umsátri íslamskra víganna í byrjun mánaðarins kölluðu ekki eftir hjálp fyrr en um klukkustund eftir að skotbardaginn hófst. Hjálpin barst ekki fyrr en eftir aðra klukkustund og voru þeir því einir í tvo tíma. Fjórir bandarískir og fimm nígerskir hermenn létu lífið Fjöldi bandarískra sérsveitarmanna eru í Níger þar sem þá þjálfa og aðstoða heimamenn í baráttu þeirra gegn vígahópum sem tengjast al-Qaeda og Íslamska ríkinu. Mikil óvissa ríkir varðandi árásina og af hverju einn hermaðurinn sem dó fannst ekki fyrr en tveimur dögum seinna. Hernaðaryfirvöld Bandaríkjanna rannsaka nú atvikið. Hershöfðinginn Joseph Dunford hélt blaðamannafund í gær þar sem hann fór yfir það sem vitað var og hvað lægi ekki fyrir.Tólf bandarískir sérsveitarmenn voru í könnunarleiðangri með 30 nígerskum hermönnum og fóru þeir til þorpsins Tongo Tongo þann þriðja október og héldu þeir til þar yfir nóttina. Á leiðinni til baka réðust um 50 vígamenn, hliðhollir ISIS, á þá með vélbyssum og sprengjuvörpum. Hluti rannsóknarinnar snýr að því hvort að íbúar þorpsins hafi látið vígamennina vita af ferð hermannanna. Dunford sagði að um 800 bandarískir hermenn séu í Níger og Bandaríkin hafi haft viðveru þar í rúma tvo áratugi. Markmiðið nú sé að aðstoða Frakka, sem leiða aðgerðirnar gegn ISIS, al-Qaeda og Boko Haram. Allt í allt eru um sex þúsund bandarískir hermenn í Afríku.Samkvæmt frétt Washington Post kölluðu hermennirnir eftir aðstoð um klukkustund eftir að átökin hófust. Þá tók hálftíma að koma frönskum herþotum á loft frá nærliggjandi herstöð og það tók flugmennina um hálftíma til viðbótar að komast á vettvang. Á meðan á þessu stóð var óvopnaður bandarískur dróni yfir átakasvæðinu. Það var ekki fyrr en næsta dag sem í ljós kom að hermaðurinn La David Johnson var týndur. Umfangsmikil leit var sett af stað og fannst lík hans þann sjötta október. Ekkja hans, Myeshia Johnson, hefur þó kvartað yfir því að hún hafi ekki fengið að sjá líka hans og viti í rauninni ekki fyrir víst að hann hafi verið í kistunni sem var flutt til Bandaríkjanna.Sjá einnig: Ekkjan opnar sig um símtalið við TrumpStefna hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna er að hægt sé að mæla með því að fjölskyldan skoði ekki líkið, en það sé þó ákvörðun fjölskyldunnar. Dunford sagði að frekari upplýsingar verði gerðar opinberar þegar þær liggi fyrir. Hann sagði herinn skulda fjölskyldum mannanna upplýsingar um hvað hefði gerst.
Bandaríkin Níger Tengdar fréttir Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00 Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Móðir fallins hermanns segir Trump hafa vanvirt hann „Hann mundi ekki einu sinni hvað hann hét.“ 18. október 2017 20:00
Kelly kom Trump til varnar: „Fyrsta ráðlegging mín var að hringja ekki“ Forsetinn hefur verið harðlega gagnrýndur undanfarna daga fyrir að draga fallna hermenn inn í stjórnmál Bandaríkjanna segja ósatt um samskipti annarra forseta við fjölskyldur fallna hermanna. 19. október 2017 22:30