Fótbolti

Evra þakkaði alvöru stuðningsmönnum Marseille fyrir stuðninginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Evra fyrir Evrópudeildarleikinn í síðustu viku.
Evra fyrir Evrópudeildarleikinn í síðustu viku. vísir/getty
Hópur stuðningsmanna Marseille var með fána á vellinum í gær fyrir leik liðsins gegn Caen þar sem Patrice Evra var sagt að koma sér burt frá félaginu. Þeir vildu ekki sjá hann í búningi félagsins aftur.

Evra sparkaði í stuðningsmann Marseille síðasta fimmtudag fyrir Evrópuleik liðsins gegn Vitoria Guimaraes. Hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir sparkið.

Marseille vann leikinn í gær, 5-0, og Evra er ekki á því að láta þessi mótmæli stuðningsmanna félagsins hafa áhrif á sig.

„Ég vil þakka öllum alvöru stuðningsmönnum Marseille. Ég er að fá mikinn stuðning frá þeim,“ skrifaði Evra á Instagram og hrósaði félögum sínum í liðinu fyrir flottan sigur.

Ekki liggur fyrir hversu langt bann Evra fær fyrir sparkið en hans mál verður væntanlega tekið fyrir í þessari viku.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×