Fyrrverandi barnastjarna fordæmir kynferðislega hlutgervingu 13 ára gamallar leikkonu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. nóvember 2017 11:15 Millie Bobby Brown er ein aðalstjarnan í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Stranger Things. vísir/getty Fyrrverandi barnastjarnan Mara Wilson, sem fór meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Matilda 13 ára gömul, fordæmir kynferðislega hlutgervingu Stranger Things-leikkonunnar Millie Bobby Brown. Síðustu daga og vikur hefur forsíða tímaritsins W Magazine og umfjöllun þess frá því í júní á þessu ári um kynþokkafyllstu leikarana og leikkonurnar í sjónvarpi verið nokkuð til umræðu. Millie Bobby Brown er nefnilega þar á lista en hún er aðeins 13 ára gömul, fædd árið 2004. Wilson hefur unnið sem leikkona síðan hún var fimm ára gömul. Hún skrifaði grein í Elle á þriðjudag þar sem hún furðaði sig á því hvers vegna fjölmiðlum og almenningi á samfélagsmiðlum þyki í lagi að koma með yfirlýsingar um líkama 13 ára gamallar stúlku. Millie á frumsýningu Stranger Things á dögunum í leðurkjólnum sem sumir vilja meina að hafi gert þessa 13 ára gömlu stúlku fullorðna.vísir/getty Wilson lýsir því að hún hafi fyllst viðbjóði og síðan orðið mjög reið eftir að hún las færslur frá fullorðnum karlmönnum á samfélagsmiðlum þar sem þeir lýstu því yfir að Millie Bobby Brown væri nú orðin fullorðin. Vefurinn Today sló því einnig upp en samhengið er það að Millie mætti í leðurkjól á frumsýningu seríu tvö af Stranger Things á dögunum. „13 ára gömul stúlka er ekki fullorðin. Þessir fullorðnu einstaklinga kyngera sakleysið,“ skrifar Wilson í pistli sínum. Hún segir síðan frá því að jafnvel áður en hún kláraði barnaskóla hafi verið að byrjað að dreifa myndum af henni þar sem hún var „fótósjoppuð“ inn í barnaklám og þá fékk hún alls kyns skilaboð frá karlmönnum í gegnum netið. Eins og áður sagði hefur umræða um umfjöllun W Magazine frá því í júní farið nokkuð hátt undanfarið. Er tímaritið gagnrýnt fyrir að hafa sett 13 ára gamla stúlku með í umfjöllun um hversu „kynþokkafullt“ sjónvarp er núna. Þannig sé verið að kyngera börn og ýta með því undir að það sé eðlilegt að girnast börn með umfjölluninni. Undanfarnar vikur hefur kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi innan skemmtanabransans verið mjög til umræðu eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að brjóta á sér. Auk þess hefur leikarinn Kevin Spacey verið sakaður um áreitni og þá segir leikarinn Corey Feldman að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood. MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Fyrrverandi barnastjarnan Mara Wilson, sem fór meðal annars aðalhlutverkið í kvikmyndinni Matilda 13 ára gömul, fordæmir kynferðislega hlutgervingu Stranger Things-leikkonunnar Millie Bobby Brown. Síðustu daga og vikur hefur forsíða tímaritsins W Magazine og umfjöllun þess frá því í júní á þessu ári um kynþokkafyllstu leikarana og leikkonurnar í sjónvarpi verið nokkuð til umræðu. Millie Bobby Brown er nefnilega þar á lista en hún er aðeins 13 ára gömul, fædd árið 2004. Wilson hefur unnið sem leikkona síðan hún var fimm ára gömul. Hún skrifaði grein í Elle á þriðjudag þar sem hún furðaði sig á því hvers vegna fjölmiðlum og almenningi á samfélagsmiðlum þyki í lagi að koma með yfirlýsingar um líkama 13 ára gamallar stúlku. Millie á frumsýningu Stranger Things á dögunum í leðurkjólnum sem sumir vilja meina að hafi gert þessa 13 ára gömlu stúlku fullorðna.vísir/getty Wilson lýsir því að hún hafi fyllst viðbjóði og síðan orðið mjög reið eftir að hún las færslur frá fullorðnum karlmönnum á samfélagsmiðlum þar sem þeir lýstu því yfir að Millie Bobby Brown væri nú orðin fullorðin. Vefurinn Today sló því einnig upp en samhengið er það að Millie mætti í leðurkjól á frumsýningu seríu tvö af Stranger Things á dögunum. „13 ára gömul stúlka er ekki fullorðin. Þessir fullorðnu einstaklinga kyngera sakleysið,“ skrifar Wilson í pistli sínum. Hún segir síðan frá því að jafnvel áður en hún kláraði barnaskóla hafi verið að byrjað að dreifa myndum af henni þar sem hún var „fótósjoppuð“ inn í barnaklám og þá fékk hún alls kyns skilaboð frá karlmönnum í gegnum netið. Eins og áður sagði hefur umræða um umfjöllun W Magazine frá því í júní farið nokkuð hátt undanfarið. Er tímaritið gagnrýnt fyrir að hafa sett 13 ára gamla stúlku með í umfjöllun um hversu „kynþokkafullt“ sjónvarp er núna. Þannig sé verið að kyngera börn og ýta með því undir að það sé eðlilegt að girnast börn með umfjölluninni. Undanfarnar vikur hefur kynferðisleg áreitni og kynferðislegt ofbeldi innan skemmtanabransans verið mjög til umræðu eftir að fjöldi kvenna steig fram og sakaði kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um að brjóta á sér. Auk þess hefur leikarinn Kevin Spacey verið sakaður um áreitni og þá segir leikarinn Corey Feldman að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood.
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45 Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles rannsakar fullyrðingar Corey Feldman um barnaníðshring í Hollywood Lögreglan í Los Angeles rannsakar nú hvort að fullyrðingar leikarans Corey Feldman um að barnaníðshringur sé starfræktur í Hollywood eigi við rök að styðjast. 9. nóvember 2017 13:45
Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. 2. nóvember 2017 23:36
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent