„Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2017 19:00 Á fimmta hundrað eru látnir og fleiri en sjö þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem átti upptök sín við landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. Íslensk kona sem búsett er á svæðinu segir að erfitt hafi verið að yfirgefa heimili sitt á meðan skjálftinn reið yfir. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,3 fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit auk Írans og Íraks. Mikil skelfing greip um sig þegar íbúar flúðu skjálftann út á götu. Miklar skemmdir má sjá á myndum sem hafa verið að berast frá hamfarasvæðum en talið er að um sjötíu þúsund manns eigi í engin hús að venda eftir skjálftann. Björgunarstarf hefur farið brösulega af stað þar sem erfitt hefur verið að komast á svæðin sökum skiðufalla, jarðvegshruns og hrunina bygginga og þá hefur víðtækt rafmagnsleysi ekki bætt úr skák. Alvarlegasta ástandið í bænum Sarpol-e Zahab í Íran, fimmtán kílómetrum frá landamærunum við Írak en stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í og hefur ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. Íslensk kona sem starfar í Írak býr í um 270 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. „Ég sat í stofunni heima hjá mér og var að horfa á sjónvarpið, og allt í einu byrjaði sófinn aðeins að hristast og fór svo að hristast meira og meira og allt í einu er allt farið að sveiflast til, segir Hildur Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Qandil. Hildur segir mikla hræðslu hafa gripið um sig.Áttaðir þú þig á því strax hvað var að gerast? „Nei nefnilega ekki. Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás eða eitthvað svoleiðis. Ég var eiginlega ennþá hræddari því ég bjóst alls ekki við jarðskjálfta. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði, þetta hefur bara aldrei gerst áður hérna,“ segir Hildur. Hildur yfirgaf heimili sitt af elleftu hæð í miklu flýti ásamt sambýlisfólki sínu. Hún segir að erfitt hafi verið að yfirgefa húsið. „Við hlupum niður stigann á meðan hann sveiflaðist til og frá í alveg nokkrar mínútur. Það tekur langan tíma að komast niður ellefu hæðir," segir Hildur. Búist er við að tala látinna og slasaðra kom til með að hækka upptalsvert þegar frekar aðstoð berst til afskektari svæða. Náttúruhamfarirnar í Íran og Írak í gærkvöldi eru þær mannskæðustu í heiminum á árinu 2017. Tengdar fréttir Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Á fimmta hundrað eru látnir og fleiri en sjö þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem átti upptök sín við landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. Íslensk kona sem búsett er á svæðinu segir að erfitt hafi verið að yfirgefa heimili sitt á meðan skjálftinn reið yfir. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,3 fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit auk Írans og Íraks. Mikil skelfing greip um sig þegar íbúar flúðu skjálftann út á götu. Miklar skemmdir má sjá á myndum sem hafa verið að berast frá hamfarasvæðum en talið er að um sjötíu þúsund manns eigi í engin hús að venda eftir skjálftann. Björgunarstarf hefur farið brösulega af stað þar sem erfitt hefur verið að komast á svæðin sökum skiðufalla, jarðvegshruns og hrunina bygginga og þá hefur víðtækt rafmagnsleysi ekki bætt úr skák. Alvarlegasta ástandið í bænum Sarpol-e Zahab í Íran, fimmtán kílómetrum frá landamærunum við Írak en stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í og hefur ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. Íslensk kona sem starfar í Írak býr í um 270 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. „Ég sat í stofunni heima hjá mér og var að horfa á sjónvarpið, og allt í einu byrjaði sófinn aðeins að hristast og fór svo að hristast meira og meira og allt í einu er allt farið að sveiflast til, segir Hildur Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Qandil. Hildur segir mikla hræðslu hafa gripið um sig.Áttaðir þú þig á því strax hvað var að gerast? „Nei nefnilega ekki. Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás eða eitthvað svoleiðis. Ég var eiginlega ennþá hræddari því ég bjóst alls ekki við jarðskjálfta. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði, þetta hefur bara aldrei gerst áður hérna,“ segir Hildur. Hildur yfirgaf heimili sitt af elleftu hæð í miklu flýti ásamt sambýlisfólki sínu. Hún segir að erfitt hafi verið að yfirgefa húsið. „Við hlupum niður stigann á meðan hann sveiflaðist til og frá í alveg nokkrar mínútur. Það tekur langan tíma að komast niður ellefu hæðir," segir Hildur. Búist er við að tala látinna og slasaðra kom til með að hækka upptalsvert þegar frekar aðstoð berst til afskektari svæða. Náttúruhamfarirnar í Íran og Írak í gærkvöldi eru þær mannskæðustu í heiminum á árinu 2017.
Tengdar fréttir Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Sjá meira
Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29