Framsóknarmenn alsælir með sáttmálann Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2017 15:03 Framsóknarmenn ætla að koma saman í Bændahöllinni, hafa það huggulegt og leggja blessun sína yfir stjórnarsáttmálann. visir/anton brink Samkvæmt heimildum Vísis mun stjórnarsáttmálinn nýi verða samþykktur innan Framsóknarflokksins án þess að þar muni nokkur svo mikið sem depla auga. Að sögn eins Framsóknarmanns sem Vísir ræddi við stendur til að samþykkja þetta annað kvöld; við ætlum að koma saman í Bændahöllinni klukkan átta og hafa það huggulegt, sagði einn viðmælandi Vísis úr innsta hring. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks liggur fyrir og hefur verið kynntur þingflokkunum. Næsta skref er að flokksráð flokkanna taki sáttmálann til athugunar og samþykktar eða synjunar eftir atvikum. Sá er fyrirvarinn sem Katrín slær í samtölum við fréttamenn en reyndar láta fáir sér það til hugar koma að stjórnarsáttmálinn verði ekki samþykktur á þeim vettvangi.VG-liðar munu líklega kyngja óánægju sinniAugu manna hafa einkum beinst að Vinstri grænum og bullandi óánægju innan VG með þetta væntanlega stjórnarsamstarf. Þó sú ánægja grundvallist á einhverju allt öðru en því sem mun koma fram í stjórnarsáttmálanum mun flokksráðið ekki gera neitt sem kemur sér illa fyrir formanninn. Vísbendingar um slíkt mátti sjá í könnun sem sérlegur hópur stuðningsmanna Katrínar, sem jafnframt tilheyrir flokkráðinu, kynnti til sögunnar í gær. Flokksráðið kemur saman klukkan 17 á morgun, á Grand Hótel, og er ráðgert að fundað verði til klukkan 21 þá um kvöldið.Sjálfstæðismenn fylgja sínum formanni í blíðu og stríðuSjálfstæðismenn munu einnig koma saman til að fjalla um nýjan stjórnarsáttmála á sínum vettvangi en ekki er búist við öðru en sáttmálinn verði samþykktur. Þó hugsanlega standi það í einhverjum flokkshollum Sjálfstæðismanninum að þetta mun meðal annars þýða það að Steingrímur J. Sigfússon, sem lengi hefur verið einn höfuðandstæðingur þeirra, muni nú leiddur í vegs og virðingar. En, flokksmenn munu ekki gera neitt sem kemur formanni þeirra í bobba. En, Framsóknarmenn munu hins vegar ekki hafa neitt við stjórnarsáttmálann að athuga og búa sig undir notalega kvöldstund. Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11 Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Fleiri fréttir Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis mun stjórnarsáttmálinn nýi verða samþykktur innan Framsóknarflokksins án þess að þar muni nokkur svo mikið sem depla auga. Að sögn eins Framsóknarmanns sem Vísir ræddi við stendur til að samþykkja þetta annað kvöld; við ætlum að koma saman í Bændahöllinni klukkan átta og hafa það huggulegt, sagði einn viðmælandi Vísis úr innsta hring. Nýr stjórnarsáttmáli ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks liggur fyrir og hefur verið kynntur þingflokkunum. Næsta skref er að flokksráð flokkanna taki sáttmálann til athugunar og samþykktar eða synjunar eftir atvikum. Sá er fyrirvarinn sem Katrín slær í samtölum við fréttamenn en reyndar láta fáir sér það til hugar koma að stjórnarsáttmálinn verði ekki samþykktur á þeim vettvangi.VG-liðar munu líklega kyngja óánægju sinniAugu manna hafa einkum beinst að Vinstri grænum og bullandi óánægju innan VG með þetta væntanlega stjórnarsamstarf. Þó sú ánægja grundvallist á einhverju allt öðru en því sem mun koma fram í stjórnarsáttmálanum mun flokksráðið ekki gera neitt sem kemur sér illa fyrir formanninn. Vísbendingar um slíkt mátti sjá í könnun sem sérlegur hópur stuðningsmanna Katrínar, sem jafnframt tilheyrir flokkráðinu, kynnti til sögunnar í gær. Flokksráðið kemur saman klukkan 17 á morgun, á Grand Hótel, og er ráðgert að fundað verði til klukkan 21 þá um kvöldið.Sjálfstæðismenn fylgja sínum formanni í blíðu og stríðuSjálfstæðismenn munu einnig koma saman til að fjalla um nýjan stjórnarsáttmála á sínum vettvangi en ekki er búist við öðru en sáttmálinn verði samþykktur. Þó hugsanlega standi það í einhverjum flokkshollum Sjálfstæðismanninum að þetta mun meðal annars þýða það að Steingrímur J. Sigfússon, sem lengi hefur verið einn höfuðandstæðingur þeirra, muni nú leiddur í vegs og virðingar. En, flokksmenn munu ekki gera neitt sem kemur formanni þeirra í bobba. En, Framsóknarmenn munu hins vegar ekki hafa neitt við stjórnarsáttmálann að athuga og búa sig undir notalega kvöldstund.
Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11 Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Innlent Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Innlent Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Innlent Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Innlent Dómi í máli Alberts áfrýjað Innlent Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Innlent Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Innlent Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Innlent Fleiri fréttir Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl Telur „verulegar líkur“ á að sýknu Alberts verði snúið Íslendingar þurfa ekki vegabréfsáritun til Kína næsta árið Steinþór hafi verið að berjast fyrir lífi sínu Dómi í máli Alberts áfrýjað „Sjáum fram á að geta rekið sveitarfélagið eitthvað fram eftir næsta ári“ Borgin lúffar fyrir aðdáendum áramótabrenna Rétt meðhöndlun hakksins hefði komið í veg fyrir veikindi Áfram í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans Hörður Ellert lætur reyna á dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur sinni Grindavík á barmi gjaldþrots og læknar á leið í verkfall Vill vita hvort RÚV hafi einhvern tíma beðist afsökunar Segist aldrei geta litið Sigurð Inga sömu augum Þrjú framboð fengu aðfinnslur frá kjörstjórn Uppruni smitsins var hakk frá Kjarnafæði Hætta á að Grindavík fari í greiðsluþrot Fólkið sem stýrir kosningavélum flokkanna Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð hennar brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Sjá meira
Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00
Andi Steingríms J mun svífa yfir vötnum um ókomna tíð Egill Helgason segir nánast fullvíst að Steingrímur J. Sigfússon verði forseti sameinaðs Alþingis. 28. nóvember 2017 14:11
Kraumandi óánægjan brýst út á vegg Kolbeins Kolbeinn Óttarsson Proppé fær það óþvegið á Facebookvegg sínum. 27. nóvember 2017 11:42