Innlent

Vel sóttur íbúafundur í Öræfum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Um 200 manns sóttu fundinn í gærkvöldi, þó svo að þess mynd lögreglunnar á Suðurlandi beri það ekki með sér.
Um 200 manns sóttu fundinn í gærkvöldi, þó svo að þess mynd lögreglunnar á Suðurlandi beri það ekki með sér. Lögreglan á Suðurlandi
Íbúafundafundur um stöðu mála í Öræfajökli var haldinn í Hofgarði í Öræfum í gærkvöldi. Um tvö hundruð íbúar í Öræfum sátu fundinn. Þar ræddu vísindamenn um ástandið í jöklinum og fulltrúar almannavarna kynntu vinnu vegna rýmingaráætlunar en fundinum hafði áður verið frestað vegna veðurs.

Eins og fram kemur í Morgunblaðinu í dag fór Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands, yfir atburðarásina í jöklinum síðustu vikur og túlkaði mælingarnar sem liggja fyrir. Hann gerir ráð fyrir því að sigketilinn sem myndast hefur í Öræfajökli muni áfram dýpka í svipuðum takti og verið hefur.

Um tvö hundruð manns sóttu fundinn.Sigurður Gunnarsson
Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunnar hjá Veðurstofunni, sagði frá mælingum og aukinni vöktun sem Veðurstofan hefur staðið fyrir. Hún segir fleiri mæla verða setta upp í vikunni.

Þá fór Víðir Reynisson hjá lögreglunni á Suðurlandi yfir fyrstu hugmyndir um rýmingaráætlun og sóttist eftir áliti íbúa á því hvernig rýming í þrepum gæti farið fram.

Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins að margir íbúar í Öærfum hafi lýst yfir áhyggjum á lélegu símasambandi á svæðinu en til stendur að senda sms skilaboð til að koma upplýsingum til íbúa á svæðinu ef eldsumbrot hefjast.

Fundur almannavarna með fulltrúum ferðaþjónustu fer fram í Freysnesi klukkan 09:00 í dag.


Tengdar fréttir

Neyðar­rýmingar­á­ætlunin til­búin

Neyðarrýmingaráætlun sem grípa á til verði eldgos í Öræfajökli er tilbúin. Komi til eldgoss er stefnt að því að búið verði að rýma svæðið áður.

Boðað til íbúafundar í Öræfum

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi munu vísindamenn fara yfir stöðuna og fulltrúar almannavarna kynna vinnu vegna rýmingaráætlunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×