Fyrirskipar endurskoðun á bakgrunnskerfi byssukaupa 23. nóvember 2017 15:45 Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Vísir/EPA Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað endurskoðun á kerfinu sem notað er til að gera bakgrunnskannanir vegna byssukaupa Bandaríkjamanna. Það gerði hann vegna þess að Devin Kelley, sem myrti 26 manns í kirkju í Texas í byrjun mánaðarins, gat keypt byssur þrátt fyrir að vera á sakaskrá fyrir heimilisofbeldi. Ekki liggur fyrir að hann hafi notað þær byssur í fjöldamorðinu. Í tilkynningu frá Sessions, sem sagt er frá á vef Reuters, segir ráðherrann að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og Skrifstofa áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna (ATF) myndu gera ítarlega skýrslu um kerfið sem notað er til bakgrunnskannana. Starfsmenn stofnanna myndu svo leggja til hvernig hægt væri að tryggja að þeir sem megi ekki kaupa byssur geti ekki gert það.Vísir/GraphicNewsKelley starfaði áður hjá flugher Bandaríkjanna og var hann dæmdur í herrétti fyrir að ráðast á konu sína og stjúpson. Samkvæmt lögum er þeim sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi meinað að kaupa skotvopn. Flugherinn gerði hins vegar mistök og kom dómi Kelley ekki inn í umræddan gagnagrunn sem FBI heldur utan um. Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston fyrir tveimur árum, gat keypt byssuna sem hann notaði í fjöldamorðinu, vegna mistaka FBI og lögreglu sem leiddu til þess að nafn hans hafði ekki verið skráð í umræddan gagnagrunn.Washington Post sagði einnig frá því í gær að tugir þúsunda manna sem búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart duttu af lista yfirvalda yfir aðila sem mega ekki kaupa byssur. Það var gert eftir að FBI breytti skilgreiningu sinni yfir einstaklinga á „flótta frá yfirvöldum“ fyrr á árinu.Sú skilgreining nær nú eingöngu yfir aðila sem hafa flúið á milli ríkja í Bandaríkjunum. Það þýðir að aðilar sem eru í felum frá lögreglu en hafa ekki ferðast á milli ríkja, geta þrátt fyrir það keypt byssur. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur fyrirskipað endurskoðun á kerfinu sem notað er til að gera bakgrunnskannanir vegna byssukaupa Bandaríkjamanna. Það gerði hann vegna þess að Devin Kelley, sem myrti 26 manns í kirkju í Texas í byrjun mánaðarins, gat keypt byssur þrátt fyrir að vera á sakaskrá fyrir heimilisofbeldi. Ekki liggur fyrir að hann hafi notað þær byssur í fjöldamorðinu. Í tilkynningu frá Sessions, sem sagt er frá á vef Reuters, segir ráðherrann að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) og Skrifstofa áfengis, tóbaks, skotvopna og sprengiefna (ATF) myndu gera ítarlega skýrslu um kerfið sem notað er til bakgrunnskannana. Starfsmenn stofnanna myndu svo leggja til hvernig hægt væri að tryggja að þeir sem megi ekki kaupa byssur geti ekki gert það.Vísir/GraphicNewsKelley starfaði áður hjá flugher Bandaríkjanna og var hann dæmdur í herrétti fyrir að ráðast á konu sína og stjúpson. Samkvæmt lögum er þeim sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi meinað að kaupa skotvopn. Flugherinn gerði hins vegar mistök og kom dómi Kelley ekki inn í umræddan gagnagrunn sem FBI heldur utan um. Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston fyrir tveimur árum, gat keypt byssuna sem hann notaði í fjöldamorðinu, vegna mistaka FBI og lögreglu sem leiddu til þess að nafn hans hafði ekki verið skráð í umræddan gagnagrunn.Washington Post sagði einnig frá því í gær að tugir þúsunda manna sem búið væri að gefa út handtökuskipun gagnvart duttu af lista yfirvalda yfir aðila sem mega ekki kaupa byssur. Það var gert eftir að FBI breytti skilgreiningu sinni yfir einstaklinga á „flótta frá yfirvöldum“ fyrr á árinu.Sú skilgreining nær nú eingöngu yfir aðila sem hafa flúið á milli ríkja í Bandaríkjunum. Það þýðir að aðilar sem eru í felum frá lögreglu en hafa ekki ferðast á milli ríkja, geta þrátt fyrir það keypt byssur.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira