Stríðsglæpadómstóllinn lýkur brátt störfum eftir að dómur fellur í máli Mladic Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2017 12:59 Ratko Mladic í dómssal árið 2012. Vísir/EPA Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) mun brátt ljúka störfum, en dómur verður kveðinn upp á morgun í einu umfangsmesta máli sem komið hefur til kasta hans. Dómur verður þá kveðinn upp í máli hins 75 ára Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, en ákæran gegn honum er í ellefu liðum. Er hann meðal annars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og aðild að þjóðarmorðinu í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslimskir karlar og drengir voru drepnir. Mladic hefur alla tíð neitað sök. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Mál á annað hundrað manna hafa verið til meðferðar hjá dómstólnum, þar sem menn hafa verið ákærðir vegna brota í borgarastríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1991 til 2001. Dómstólinn mun ljúka störfum um áramótin.377 vitni Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Annarri stofnun, Mechanism for International Criminal Tribunals (MICT), verður falið að taka áfrýjanir og önnur mál sem áður voru á borði stríðsglæpadómstólsins til meðferðar. Þannig hefur Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba í borgarastríðinu, áfrýjað fjörutíu ára fangelsisdómi sem féll í máli hans á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Ratko Mladic og Radovan Karadzic árið 1993.Vísir/EPAEitt mikilvægasta mál dómstólsins Saksóknarinn Serge Brammertz segir mál Mladic vera eitt af mikilvægustu málunum sem hafi komið til kasta stríðsglæpadómstólsins þar sem Mladic hafi verið sakaður um að vera höfuðpaurinn þegar kom að þjóðernishreinsunum í Bosníu. Fréttaskýrendur telja margir líklegt sé að Mladic verði sakfelldur, þar sem þeir Karadzic voru ákærðir fyrir svipuð brot. Eitt af þeim málum sem hefur vakið hvað mesta athygli á þeim tíma sem dómstóllinn hefur starfað er mál fyrrverandi forsetans Slobodan Milosevic. Hann lést í fangelsisklefa sínum árið 2006, áður en dómur var kveðinn upp. Alls hafa 83 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir. Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30 Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) mun brátt ljúka störfum, en dómur verður kveðinn upp á morgun í einu umfangsmesta máli sem komið hefur til kasta hans. Dómur verður þá kveðinn upp í máli hins 75 ára Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, en ákæran gegn honum er í ellefu liðum. Er hann meðal annars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og aðild að þjóðarmorðinu í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslimskir karlar og drengir voru drepnir. Mladic hefur alla tíð neitað sök. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Mál á annað hundrað manna hafa verið til meðferðar hjá dómstólnum, þar sem menn hafa verið ákærðir vegna brota í borgarastríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1991 til 2001. Dómstólinn mun ljúka störfum um áramótin.377 vitni Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Annarri stofnun, Mechanism for International Criminal Tribunals (MICT), verður falið að taka áfrýjanir og önnur mál sem áður voru á borði stríðsglæpadómstólsins til meðferðar. Þannig hefur Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba í borgarastríðinu, áfrýjað fjörutíu ára fangelsisdómi sem féll í máli hans á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Ratko Mladic og Radovan Karadzic árið 1993.Vísir/EPAEitt mikilvægasta mál dómstólsins Saksóknarinn Serge Brammertz segir mál Mladic vera eitt af mikilvægustu málunum sem hafi komið til kasta stríðsglæpadómstólsins þar sem Mladic hafi verið sakaður um að vera höfuðpaurinn þegar kom að þjóðernishreinsunum í Bosníu. Fréttaskýrendur telja margir líklegt sé að Mladic verði sakfelldur, þar sem þeir Karadzic voru ákærðir fyrir svipuð brot. Eitt af þeim málum sem hefur vakið hvað mesta athygli á þeim tíma sem dómstóllinn hefur starfað er mál fyrrverandi forsetans Slobodan Milosevic. Hann lést í fangelsisklefa sínum árið 2006, áður en dómur var kveðinn upp. Alls hafa 83 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir.
Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30 Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11 Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Sjá meira
Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30
Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent