Innlent

Maðurinn sem sagðist vera ISIS-liði áfram í gæsluvarðhaldi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. Vísir/GVA
Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldi gæsluvarðhald yfir hælisleitenda frá Marokkó. Maðurinn hefur sagst vera liðsmaður hryðjuverkasamtakanna ISIS, eða Ríki íslams.

Maðurinn var upphaflega úrskurðaður í gæsluvarðhald frá og með 3. september og hefur hann setið í gæsluvarðhaldi síðan þá.

Lögregla hefur haft ítrekuð afskipti af manninum, síðast þegar hann gekk berserksgang á sölustað Dominos í Skeifunni en hann sótti um hæli hér á landi í september 2015.

Mun maðurinn hafa, á meðan hann hefur setið í gæsluvarðhaldi, sýnt af sér ógnandi og niðrandi hegðun gagnvart bæði samföngum sínum og starfsmönnum.

Þá á hann hafa sagst vera liðsmaður ISIS hryðjuverkasamtakanna og skrifað áróður tengdan samtökunum í klefa sínum, en Ríkislögreglustjóri hefur ekki fengið upplýsingar sem staðfesta að maðurinn sé tengdur ISIS.

Í greinargerð lögreglu sem vitnað er í í úrskurði Hæstaréttar segir að ekkert lát virðist vera á ógnandi og hættulegri hegðun hans þrátt fyrir að hann hafi sætt gæsluvarðhaldi.

Mun hann sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi til 22. desember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×