Innlent

Bein út­sending: Stjórnar­sátt­málinn kynntur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Vísir/Ernir
Klukkan 10 í dag munu þau Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kynna og undirrita stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem tekur við völdum undir forystu Katrínar Jakobsdóttur.

Fundurinn fer fram á Listasafni Íslands og verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér fyrir neðan.

Hér fyrir neðan má svo fylgjast með öllu því helsta og meira til í Vaktinni.


Tengdar fréttir

Boða þyngri refsistefnu við sölu og innflutningi

Draga á úr refsingum fyrir vörslu og neyslu en herða refsingar fyrir sölu og innflutning fíkniefna. Tekjuafgangur fjárlagafrumvarps minnkar um tíu milljarða króna. Ítarlegur málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar verður kynntur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×