„Johnny okkar“ látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. desember 2017 06:41 Johnny Hallyday var mikilsmetinn í hinum frönskumælandi heimi. Vísir/Getty „Stærsta rokkstjarna Frakka,“ Johnny Hallyday, er látinn, 74 ára að aldri. Að sögn eiginkonu hans var banamein hans krabbamein. Söngvarinn, sem hét réttu nafni Jean-Philippe Smet, seldi rúmlega 100 milljón plötur á ferlinum og lék í fjölda kvikmynda. Hann var sæmdur riddaratign af þáverandi Frakklandsforseta, Jacques Chirac, árið 1997. Þrátt fyrir að vera í hávegum hafður í hinum frönskumælandi hluta heimsins, þar sem hann var einfaldlega kallaður „Johnny okkar“ að sögn breska ríkisútvarpsins, tókst honum ekki að öðlast teljandi vinsælda annars staðar. Eiginkona Johnny greindi frá andláti hans í yfirlýsingu í nótt. „Ég rita þessi orð án þess að trúa þeim. En samt, þau eru sannleikurinn. Eiginmaður minn er ekki lengur á meðal vor. Hann yfirgaf okkur í nótt rétt eins og hann hafði lifað lífi sínu; með hugrekki og reisn.“ Fjölmargir hafa minnst Johnny í morgunsárið, til að mynda Frakklandsforsetinn Emmanuel Macron sem segir söngvarann hafa sett mark sitt á alla samferðamenn sína. Á meðal annarra sem sent hafa samúðarkveðjur eru rokkarinn Lenny Kravitz og söngkonan Celine Dion. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira
„Stærsta rokkstjarna Frakka,“ Johnny Hallyday, er látinn, 74 ára að aldri. Að sögn eiginkonu hans var banamein hans krabbamein. Söngvarinn, sem hét réttu nafni Jean-Philippe Smet, seldi rúmlega 100 milljón plötur á ferlinum og lék í fjölda kvikmynda. Hann var sæmdur riddaratign af þáverandi Frakklandsforseta, Jacques Chirac, árið 1997. Þrátt fyrir að vera í hávegum hafður í hinum frönskumælandi hluta heimsins, þar sem hann var einfaldlega kallaður „Johnny okkar“ að sögn breska ríkisútvarpsins, tókst honum ekki að öðlast teljandi vinsælda annars staðar. Eiginkona Johnny greindi frá andláti hans í yfirlýsingu í nótt. „Ég rita þessi orð án þess að trúa þeim. En samt, þau eru sannleikurinn. Eiginmaður minn er ekki lengur á meðal vor. Hann yfirgaf okkur í nótt rétt eins og hann hafði lifað lífi sínu; með hugrekki og reisn.“ Fjölmargir hafa minnst Johnny í morgunsárið, til að mynda Frakklandsforsetinn Emmanuel Macron sem segir söngvarann hafa sett mark sitt á alla samferðamenn sína. Á meðal annarra sem sent hafa samúðarkveðjur eru rokkarinn Lenny Kravitz og söngkonan Celine Dion.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sjá meira