Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir er með háleit markmið fyrir næsta ár, en hún vill vinna þrennuna með Wolfsburg og koma Íslandi á HM.
Landsliðsfyrirliðinn var í viðtali í kvöldfréttum RÚV, en hún var á dögunum valin knattspyrnukona ársins af KSÍ.
Sara Björk vann bæði Þýskalands- og bikarmeistaratitil með Wolfsburg á hennar fyrsta tímabili. Hún vill gera enn betur í vor og vinna Meistaradeildina líka, taka alla þrjá titlana sem í boði eru.
Eftir vonbrigðin á EM sagði Sara það hafa verið erfitt að byrja nýja undankeppni, en Ísland byrjaði þó frábærlega, með fjórum stigum úr leikjum við Þýskaland og Tékkland á útivelli.
„Ef ég á að vera hreinskilin var rosalega erfitt að byrja nýja undankeppni eftir EM, það var andlega erfitt. Fínt að byrja gegn Færeyjum, unnum stórt og skoruðum mörk, og fengum gleðina til baka,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk vill vinna þrennuna með Wolfsburg
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti



„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn



„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti