Eiður Smári í heimsókn hjá PSV: Rómantískur staður fyrir mig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 10:00 Eiður Smári Guðjohnsen sem leikmaður PSV. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSV Eindhoven í Hollandi og hann er nú í heimsókn hjá gamla félaginu sínu vegna gerð heimildarmyndar um ferilinn. PSV segir frá heimsókn Eiðs Smára á Twitter-síðu sinni og þar má einnig finna viðtal við markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Eiður Smári talar hollenskuna ennþá reiprennandi en hann segir meðal annars í þessu viðtali að Eindhoven sé rómantískur staður fyrir sig. Myndabandið má sjá hér fyrir neðan en þar sést Eiður Smári meðal annars hitta Phillip Cocu, þjálfara PSV-liðsins í dag. Eiður og Phillip Cocu léku saman hjá PSV á sínum tíma. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, var einnig með þeim Eiði og Cocu.Eidur Gudjohnsen was gisteren voor even terug op De Herdgang: 'Het blijft een romantisch plekje.' pic.twitter.com/QtlgCn0yV1 — PSV (@PSV) October 25, 2017 Eiður Smári Guðjohnsen kom til PSV árið 1995 þá aðeins sextán ára gamall og var í herbúðum félagsins til ársins 1998. Eiður Smári skoraði 3 mörk í 13 deildarleikjum fyrir félagið þar á meðal eina markið í 1-0 sigri á NEC Nijmegen 20. apríl 1996. Eiður fótbrotnaði í leik með unglingalandsliði Íslands 7. maí 1996, rúmur tveimur vikum síðar, eða þegar hann var farinn að stimpla sig inn í aðalliðið hjá PSV. Þessi mjög svo alvarlegu ökklameiðsli urðu til þess að Eiður yfirgaf á endanum PSV og fór aftur heim til Íslands. Þar spilaði hann í hálft ár með KR og endurræsti síðan atvinnumannaferil sinn hjá Bolton Wanderers frá 1998 til 2000. Chelsea keypti hann síðan sumarið 2000 þar sem Eiður Smári spilaði sín bestu ár og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari. Þegar Eiður Smári var að stíga sín fyrstu sport hjá PSV Eindhoven þá var þar líka ungur Brasilíumaður að nafni Ronaldo sem lék með félaginu frá 1994 til 1996. Meiðslin höfðu mikil áhrif á fyrstu árin hjá Eiði en Ronaldo fór til Barcelona 1996. Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen hóf atvinnumannaferil sinn hjá PSV Eindhoven í Hollandi og hann er nú í heimsókn hjá gamla félaginu sínu vegna gerð heimildarmyndar um ferilinn. PSV segir frá heimsókn Eiðs Smára á Twitter-síðu sinni og þar má einnig finna viðtal við markahæsta landsliðsmann Íslands frá upphafi. Eiður Smári talar hollenskuna ennþá reiprennandi en hann segir meðal annars í þessu viðtali að Eindhoven sé rómantískur staður fyrir sig. Myndabandið má sjá hér fyrir neðan en þar sést Eiður Smári meðal annars hitta Phillip Cocu, þjálfara PSV-liðsins í dag. Eiður og Phillip Cocu léku saman hjá PSV á sínum tíma. Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, var einnig með þeim Eiði og Cocu.Eidur Gudjohnsen was gisteren voor even terug op De Herdgang: 'Het blijft een romantisch plekje.' pic.twitter.com/QtlgCn0yV1 — PSV (@PSV) October 25, 2017 Eiður Smári Guðjohnsen kom til PSV árið 1995 þá aðeins sextán ára gamall og var í herbúðum félagsins til ársins 1998. Eiður Smári skoraði 3 mörk í 13 deildarleikjum fyrir félagið þar á meðal eina markið í 1-0 sigri á NEC Nijmegen 20. apríl 1996. Eiður fótbrotnaði í leik með unglingalandsliði Íslands 7. maí 1996, rúmur tveimur vikum síðar, eða þegar hann var farinn að stimpla sig inn í aðalliðið hjá PSV. Þessi mjög svo alvarlegu ökklameiðsli urðu til þess að Eiður yfirgaf á endanum PSV og fór aftur heim til Íslands. Þar spilaði hann í hálft ár með KR og endurræsti síðan atvinnumannaferil sinn hjá Bolton Wanderers frá 1998 til 2000. Chelsea keypti hann síðan sumarið 2000 þar sem Eiður Smári spilaði sín bestu ár og varð tvisvar sinnum Englandsmeistari. Þegar Eiður Smári var að stíga sín fyrstu sport hjá PSV Eindhoven þá var þar líka ungur Brasilíumaður að nafni Ronaldo sem lék með félaginu frá 1994 til 1996. Meiðslin höfðu mikil áhrif á fyrstu árin hjá Eiði en Ronaldo fór til Barcelona 1996.
Fótbolti Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Sjá meira