Þingmenn Pírata og Vinstri Grænna, auk nefndarmanna, óskuðu eftir fundi í kjölfar lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á starfsemi fjölmiðlanna Stundarinnar og Reykjavík Media.
Vísað var til 15. greinar laga um þingsköp sem kveður á um að formanni nefndar sé skylt að boða til fundar berist ósk um það frá að minnsta kosti fjórðungi nefndarmanna og að taka skuli á dagskrá þau mál sem tilgreind eru.
Dagskráin verður eftirfarandi:
- 09:10 Þórólfur Halldórsson sýslumaður, Þuríður Árnadóttir sviðsstjóri fjármála- og þjónustusviðs og staðgengill sýslumanns og Brynjar Kvaran sviðsstjóri fullnustusviðs.
- 09:35 Eiríkur Jónsson lögfræðingur, Hallgrímur Óskarsson varaformaður Gagnsæis.
- 10:00 Sigríður Rut Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður, Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
- 10:25 Arna Schram nefndarmaður í fjölmiðlanefnd og Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, lögfræðingur fjölmiðlanefndar.
Fundurinn er opinn fjölmiðlum og verður fundurinn í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan.