Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Matarverð á Íslandi hefur lækkað talsvert yfir tólf mánaða tímabil í fyrsta skipti í tíu ár. Hagfræðingur telur Costco-áhrif greinileg en fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Í fréttunum kynnum við okkur líka frístundastyrki, en dæmi eru um að íþróttafélög hækki æfingagjöld barna töluvert meira í greinum sem njóta vinsælda.

Loks skoðum við dýrasta postulínsgrip sögunnar sem seldist á metupphæð í dag og lítum á ísfirska gangbraut sem vakið hefur athygli langt út fyrir landsteinana. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2, í opinni dagskrá, klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×