Undirbýr málssókn gegn þremur íslenskum fjölmiðlum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. október 2017 07:18 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vinnur nú að framboð hins nýja Miðflokks, ásamt því að skrifa bók um baráttu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við vogunarsjóði VÍSIR/AUÐUNN Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður undirbúa málsókn gegn þremur íslenskum fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um fjármál hans og eiginkonu hans í tengslum við eignarhaldið á aflandsfélaginu Wintris. Sigmundur vill ekki gefa upp að svo stöddu hvaða fjölmiðla um ræðir en Morgunblaðið ýjar að því að um sé að ræða Ríkisútvarpið, Kjarnann og Stundina. Miðlarnir hafi unnið upp úr gögnum sem lekið var frá lögmannstofunni Mossack Fonseca á Panama í samvinnu við Reykjavík Media.Sjá einnig: Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Sigmundur segir málsóknirnar hafa verið lengi í bígerð en að þær muni líklega bíða fram yfir kosningar. Takmörk séu fyrir því hvað hægt sé að sitja lengi „undir hreinum ósannindum,“ segir hann jafnframt í samtali við Morgunblaðið. Hann segist ósáttur við að Ríkisútvarpið hafi ekki orðið við kröfu hans um afsökunarbeiðni og að hann hafi vonast til að „menn sæju að sér eftir því sem málin skýrðust.“ Það gangi ekki að „svona stór og mikilvæg stofnun, sem er haldið uppi af skattgreiðendum, komist upp með svona framgöngu án þess einu sinni að vera reiðubúin að skoða málið, hvað þá að biðjast afsökunar.“Sigmundur tekur í sama streng í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Það hefur vakið furðu mína hversu langt sumir hafa gengið í að afbaka staðreyndirnar sem birtust í dag. Menn virðast sumir hvorki botna upp né niður í því sem þeir eru að leysa og búa þá bara til sína eigin sögu.“ Tengdar fréttir Sigmundur segir leiðréttingu skattstjóra lækka skattbyrðina Leiðrétting á skattframtölum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra, skilar sér í því að hjónin greiða lægri upphæð í ríkissjóð en þau hefðu ella gert. 3. október 2017 06:00 Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Meðan ýmsir tala um galinn spuna Sigmundar Davíðs eru aðrir sem telja RÚV hafa framið landráð. 2. október 2017 13:24 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður undirbúa málsókn gegn þremur íslenskum fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um fjármál hans og eiginkonu hans í tengslum við eignarhaldið á aflandsfélaginu Wintris. Sigmundur vill ekki gefa upp að svo stöddu hvaða fjölmiðla um ræðir en Morgunblaðið ýjar að því að um sé að ræða Ríkisútvarpið, Kjarnann og Stundina. Miðlarnir hafi unnið upp úr gögnum sem lekið var frá lögmannstofunni Mossack Fonseca á Panama í samvinnu við Reykjavík Media.Sjá einnig: Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Sigmundur segir málsóknirnar hafa verið lengi í bígerð en að þær muni líklega bíða fram yfir kosningar. Takmörk séu fyrir því hvað hægt sé að sitja lengi „undir hreinum ósannindum,“ segir hann jafnframt í samtali við Morgunblaðið. Hann segist ósáttur við að Ríkisútvarpið hafi ekki orðið við kröfu hans um afsökunarbeiðni og að hann hafi vonast til að „menn sæju að sér eftir því sem málin skýrðust.“ Það gangi ekki að „svona stór og mikilvæg stofnun, sem er haldið uppi af skattgreiðendum, komist upp með svona framgöngu án þess einu sinni að vera reiðubúin að skoða málið, hvað þá að biðjast afsökunar.“Sigmundur tekur í sama streng í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Það hefur vakið furðu mína hversu langt sumir hafa gengið í að afbaka staðreyndirnar sem birtust í dag. Menn virðast sumir hvorki botna upp né niður í því sem þeir eru að leysa og búa þá bara til sína eigin sögu.“
Tengdar fréttir Sigmundur segir leiðréttingu skattstjóra lækka skattbyrðina Leiðrétting á skattframtölum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra, skilar sér í því að hjónin greiða lægri upphæð í ríkissjóð en þau hefðu ella gert. 3. október 2017 06:00 Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Meðan ýmsir tala um galinn spuna Sigmundar Davíðs eru aðrir sem telja RÚV hafa framið landráð. 2. október 2017 13:24 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Sigmundur segir leiðréttingu skattstjóra lækka skattbyrðina Leiðrétting á skattframtölum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu fyrrverandi forsætisráðherra, skilar sér í því að hjónin greiða lægri upphæð í ríkissjóð en þau hefðu ella gert. 3. október 2017 06:00
Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook Meðan ýmsir tala um galinn spuna Sigmundar Davíðs eru aðrir sem telja RÚV hafa framið landráð. 2. október 2017 13:24