Erlent

Ráðherra hættir vegna áreitni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sir Michael Fallon viðurkennir að hafa hegðað sér ósæmilega.
Sir Michael Fallon viðurkennir að hafa hegðað sér ósæmilega. Vísir/EPA
Bretland Sir Michael Fallon, varnarmálaráðherra Breta og æðsti yfirmaður hersins, hefur beðist lausnar.

Talsmaður hans staðfesti í gær að blaðakona hefði kvartað undan honum fyrir að hafa lagt hönd á hnéð á henni í kvöldverði árið 2002.

Í bréfi sem sir Michael sendi vegna afsagnar sinnar segir hann að þingmenn hafa sætt margvíslegum ásökunum. Þar á meðal hann. „Margar af þessum ásökunum hafa verið rangar. En ég viðurkenni að ég hef gerst sekur um athæfi sem mætir ekki þeim kröfum sem við gerum til hersins.“  – jhh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×