Erlent

900 fangar sluppu úr fangelsi í Austur-Kongó

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Skjáskot/Google
Minnst ellefu eru látnir eftir að hópur vopnaðra manna réðist á fangelsi í borginni Beni í Austur-Kongó og frelsuðu rúmlega 900 fanga.

Ekki er ljóst hverjir bera ábyrgð á árásinni en þónokkrir uppreisnarhópar eru með starfsemi í kringum borgina.

Af þeim ellefu sem létust er talið að átta hafi verið fangaverðir.

Upplausn hefur verið í landinu frá því i desember síðastliðnum eftir að Joseph Kabila, forseti landsins, neitaði að stíga til hliðar þegar kjörtímabili hans lauk.

Í síðasta mánuði sluppu 4000 fangar úr öryggisfangelsi í höfuðborginni Kinshasa eftir árás sem uppreisnarmenn eru taldir bera ábrygð á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×