Erlent

Flugvél nauðlent vegna „grunsamlegra samræðna“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Flugvél Easy Jet átti að lenda í Bretlandi en lenti í staðinn í Þýskalandi.
Flugvél Easy Jet átti að lenda í Bretlandi en lenti í staðinn í Þýskalandi. Vísir/afp
Lenda þurfti flugvél flugfélagsins Easy Jet, sem átti að lenda í Bretlandi, í Þýskalandi í gær eftir að flugstjórinn fékk veður af „grunsamlegum samræðum“ með „hryðjuverkakenndu inntaki.“

Þrír menn voru handteknir eftir að flugvélinni, sem var á leið frá höfuðborg Slóveníu, Ljubljana, til Stansted-flugvallar í London, var lent á Cologne-Bonn-flugvellinum í Köln í Þýskalandi í gær. Farþegum vélarinnar var fylgt út og hætt var við allar flugferðir frá vellinum í þrjá klukkutíma.

Lögregla sprengdi að því búnu bakpoka í eigu mannanna í loft upp.

„Áður hafði flugstjórinn fengið fregnir af grunsamlegum samræðum um borð og í kjölfarið ákvað hann að lenda flugfélinni í Köln. Eftir örugga lendingu yfirgaf 151 farþegi vélina með neyðarrennibrautum,“ sagði talsmaður Cologne-Bonn-flugvallarins.

Allir farþegar þurftu að gangast undir öryggisathugun. Ekki fengust nánari upplýsingar um hvað mönnunum þremur fór á milli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×