Meðlagsgreiðendur eignalausir og í skuld Snærós Sindradóttir skrifar 6. apríl 2017 07:00 Á Íslandi er greitt meðlag með rúmlega 10 þúsund börnum á ári. vísir/vilhelm Ríflega fjórðungur meðlagsgreiðenda, um 27 prósent, hefur farið í gegnum árangurslaust fjárnám á síðastliðnum fjórum árum vegna meðlagsskulda sinna. Af 11.716 meðlagsgreiðendum á Íslandi höfðu ríflega 3.200 farið í gegnum árangurslaust fjárnám um síðustu áramót. Meðlagsgreiðslur hækkuðu um síðustu áramót og eru nú ríflega þrjátíu þúsund krónur á hvert barn. „Til þess að við reynum fjárnám þarf viðkomandi að vera í vanskilum um nokkurt skeið. Hann fær greiðsluáskorun í framhaldinu og þegar búið er að birta hana fær hann fimmtán daga til að gera upp áður en farið er í fjárnám,“ segir Bragi R. Axelsson, forstöðumaður starfsstöðvar Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Sé farið í árangurslaust fjárnám þýðir það að viðkomandi hefur því verið í töluverðum vanskilum, og á annaðhvort ekki eignir sem geta gengið til tryggingar skuldinni, eða eignir viðkomandi eru yfirveðsettar. Samkvæmt lögum um fjárnám getur sá sem fer fram á fjárnámið farið fram á gjaldþrotaskipti hjá þeim sem ekki getur staðist slíka kröfu. Allir þeir sem fara í gegnum árangurslaust fjárnám fara á skrá hjá CreditInfo og er þeim upplýsingum komið á framfæri við banka og aðrar lánastofnanir. Slíkar upplýsingar geta til dæmis komið í veg fyrir að viðkomandi fái lán hjá bönkum í allt að fjögur ár. „Það er samt hægt að semja við okkur í öllum tilfellum. Á síðasta ári voru 2.314 umsóknir um ívilnun en það eru þeir sem óska eftir samningi við stofnunina um greiðslur,“ segir Bragi. Heildarafskriftir meðlagsskulda árið 2016 námu 277,6 milljónum króna. Afskriftir stafa af ívilnunarsamningum, fyrningum skulda, gjaldþrotum eða andláti greiðenda. Á síðasta ári fengu 142 karlar og 12 konur afskrifaða hluta eða heild meðlagsskuldar sinnar. „Í þeim hópi sem óskar eftir samningi við stofnunina um greiðslur geta verið sömu einstaklingar oft, í einhverjum tilfellum. Fólk getur samið í skemmri tíma og lengri tíma.“ Á síðasta ári var stofnuninni gert að innheimta 3,6 milljarða króna af meðlagsgreiðslum. 3,2 milljarðar fengust upp í skuldirnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ríflega fjórðungur meðlagsgreiðenda, um 27 prósent, hefur farið í gegnum árangurslaust fjárnám á síðastliðnum fjórum árum vegna meðlagsskulda sinna. Af 11.716 meðlagsgreiðendum á Íslandi höfðu ríflega 3.200 farið í gegnum árangurslaust fjárnám um síðustu áramót. Meðlagsgreiðslur hækkuðu um síðustu áramót og eru nú ríflega þrjátíu þúsund krónur á hvert barn. „Til þess að við reynum fjárnám þarf viðkomandi að vera í vanskilum um nokkurt skeið. Hann fær greiðsluáskorun í framhaldinu og þegar búið er að birta hana fær hann fimmtán daga til að gera upp áður en farið er í fjárnám,“ segir Bragi R. Axelsson, forstöðumaður starfsstöðvar Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Sé farið í árangurslaust fjárnám þýðir það að viðkomandi hefur því verið í töluverðum vanskilum, og á annaðhvort ekki eignir sem geta gengið til tryggingar skuldinni, eða eignir viðkomandi eru yfirveðsettar. Samkvæmt lögum um fjárnám getur sá sem fer fram á fjárnámið farið fram á gjaldþrotaskipti hjá þeim sem ekki getur staðist slíka kröfu. Allir þeir sem fara í gegnum árangurslaust fjárnám fara á skrá hjá CreditInfo og er þeim upplýsingum komið á framfæri við banka og aðrar lánastofnanir. Slíkar upplýsingar geta til dæmis komið í veg fyrir að viðkomandi fái lán hjá bönkum í allt að fjögur ár. „Það er samt hægt að semja við okkur í öllum tilfellum. Á síðasta ári voru 2.314 umsóknir um ívilnun en það eru þeir sem óska eftir samningi við stofnunina um greiðslur,“ segir Bragi. Heildarafskriftir meðlagsskulda árið 2016 námu 277,6 milljónum króna. Afskriftir stafa af ívilnunarsamningum, fyrningum skulda, gjaldþrotum eða andláti greiðenda. Á síðasta ári fengu 142 karlar og 12 konur afskrifaða hluta eða heild meðlagsskuldar sinnar. „Í þeim hópi sem óskar eftir samningi við stofnunina um greiðslur geta verið sömu einstaklingar oft, í einhverjum tilfellum. Fólk getur samið í skemmri tíma og lengri tíma.“ Á síðasta ári var stofnuninni gert að innheimta 3,6 milljarða króna af meðlagsgreiðslum. 3,2 milljarðar fengust upp í skuldirnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira