Álvaro Morata sá til þess að Spánverjar eru enn ósigraðir undir stjórn Julen Lopetegui þegar hann jafnaði metin í 2-2 þremur mínútum fyrir leikslok í vináttulandsleik gegn Kólumbíumönnum í kvöld.
Spánn hefur leikið níu leiki síðan Lopetegui tók við liðinu eftir EM 2016; unnið sex og gert þrjú jafntefli.
David Silva kom Spánverjum yfir á 22. mínútu en Edwin Cardona jafnaði metin fimm mínútum fyrir hálfleik.
Falcao kom Kólumbíumönnum yfir á 55. mínútu og allt stefndi í kólumbískan sigur þangað til Morata jafnaði metin á 87. mínútu með skalla eftir fyrirgjöf Saúl Níguez.
Framundan hjá Spánverjum er leikur gegn Makedóníumönnum í undankeppni HM 2018 á sunnudaginn.
Spánverjar enn ósigraðir undir stjórn nýja þjálfarans
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Holan var of djúp“
Körfubolti

„Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“
Körfubolti

„Vissum alveg að við værum í góðum málum“
Körfubolti



„Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“
Íslenski boltinn

„Gott að vera komin heim“
Íslenski boltinn
