Erlent

Sprengju- og skotárás í Íran

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Talið er að maðurinn hafi sprengt sig í loft upp í grafhýsi klerksins Ayatollah Khamenei
Talið er að maðurinn hafi sprengt sig í loft upp í grafhýsi klerksins Ayatollah Khamenei
Einn hið minnsta er látinn og nokkrir eru særðir eftir tvær árásir vopnaðra manna í Tehran, höfuðborg Írans, í morgun. Fyrri árásin átti sér stað í þinghúsinu og sú síðari í grafhýsi erkiklerksins og leiðtogans Ayatollah Khamenei.

Haft er eftir þingmanni að þrír árásarmenn hafi brotið sér leið inn í þinghúsið snemma í morgun og hafið þar skothríð. Einn hafi verið vopnaður skammbyssu og annar AK-47 riffli. Öryggisverðir eru sagðir hafa umkringt mennina þegar þeir ruddust inn, en hinn látni var vörður í þinghúsinu.

Þá er hin árásin sögð hafa verið sjálfsmorðssprengjuárás en hún átti sér stað í grafhýsinu sem er aðeins nokkrum kílómetrum frá þinghúsinu. Árásirnar áttu sér stað á nánast sama tíma og talið er nær fullvíst að um hafi verið að ræða samhæfðar árásir.

Enginn hefur lýst árásinni á hendur sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×