Erlent

Hundrað kílóa gullpeningi rænt

Anton Egilsson skrifar
Á gullpeningnum er hausmynd af Elísabetu Englandsdrottningu.
Á gullpeningnum er hausmynd af Elísabetu Englandsdrottningu. Vísir/AFP
Hundrað kílóa gullpening með hausmynd af Elísabetu Englandsdrottningu var rænt úr Bode safninu í Berlín aðfaranótt mánudags. Lögregla telur að nokkrir þjófar hafi verið á ferð og að þeir hafi farið óséðir inn um einn glugga safnsins.

„Peningnum var stolið í nótt, hann er farinn,” sagði Markus Farr, talsmaður Bode safnsins, en á safninu er varðveitt eitt stærsta myntsafn í heiminum. 

Samkvæmt The Guardian er peningurinn sem um ræðir metinn á eina milljón kanadískra dollara. Ef hins vegar miðað sé við það magn gulls sem er í peningnum megi ætla að raunvirði hans sé um fjórar og hálf milljón bandaríkjadollara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×