Inga Sæland kveðst alltaf hafa verið jafnaðarmaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 10:59 Inga Sæland á kosningavöku Flokks fólksins á kosninganótt. Vísir/Ernir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist aldrei hafa spáð í vinstri eða hægri og kveðst alla tíð hafa verið jafnaðarmaður. Þá segist hún aldrei hafa kosið Alþýðubandalagið eða Vinstri græna en eftir að Flokkur fólksins náði kjöri á þing hafa margir velt því fyrir sér hvort að flokkurinn sé hallist frekar til vinstri eða hægri. Inga ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „„Ég er bara jafnaðarmaður. Ég hef alla tíð verið það, alltaf verið jafnaðarmaður. Ég hef aldrei spáð í vinstri, hægri en ég sagði þarna einhvern tímann um daginn þegar það er alltaf verið að setja mann á einhvern skala þá sagði ég náttúrulega að það hefði verið þessi tilhneiging til að setja þessa flokka og kalla þá velferðarflokka og um leið að líta til vinstri. Ég var ekkert að segja að ég væri að gera það, alls ekki, það bara „Segðu eitthvað,“ og það er bara tvistað út úr þér og búið til eitthvað úr því. Þannig að ég verð að fara að passa mig,“ sagði Inga aðspurð hvort hún væri vinstrisinnuð eða hægrisinnuð.Segir Sigmund elskulegan mann Þá ræddi hún einnig bílferð sem vakti mikla athygli mánudaginn eftir kosningar er hún sat í aftursætinu hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, en hann var sá fyrsti sem Inga heyrði í að loknum kosningum. Um bílferðina sagði Inga: „Það varð mjög frægt og það þótti mér mjög skemmtilegt því eins og ég hef gjarnan sagt, og ég vil gjarnan halda því áfram, að vera ekki einhver dæmigerður pólitíkus með einhver klækjabrögð. Ég er ekki þannig. Svo ég segi bara hlutina þó að það komi eins og gusa á allt og alla. Í þessu tilviki, þá náttúrulega af því að ég hef ekki bílpróf því ég er sjónskert, og við vorum að spjalla þarna saman í svona hálftíma um allt hvað eina og afskaplega elskulegur maður, Sigmundur. Hann er að fara þarna á Bessastaði klukkan tvö og bílstjórinn hafði þá ekkert að gera á meðan nema þá að bíða eftir honum.“ Hún sagði að Sigmundur hefði þá boðið henni að bílstjórinn myndi skutla henni heim á meðan hann fundaði með forsetanum. „Ég þakkaði bara fyrir það og sat þarna bísperrt í aftursætinu á meðan við keyrðum þarna fyrir framan tuttugu blaðamenn og jafnvel enn fleiri myndavélar. Það sem mér þótti merkilegast í þessu og fékk mig til að hugsa hvað þetta væri allt skrýtið, það var sko leynifundur. Þetta er bara svo mikill húmor, bara gantagrín, því auðvitað er enginn leynifundur fyrir framan tuttugu blaðamenn og fjörutíu myndavélar,“ sagði Inga en það var einmitt Sigmundur sem orðaði það svo við blaðamenn eftir fund sinn með forseta að hann og Inga hefðu verið á leynifundi.Viðtalið við Ingu Sæland úr Bítinu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Viðræðuslit ákveðin vonbrigði fyrir Ingu Sæland en komu henni þó ekki á óvart Enginn haft samband við hana um stjórnarmyndun. 6. nóvember 2017 15:18 Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist aldrei hafa spáð í vinstri eða hægri og kveðst alla tíð hafa verið jafnaðarmaður. Þá segist hún aldrei hafa kosið Alþýðubandalagið eða Vinstri græna en eftir að Flokkur fólksins náði kjöri á þing hafa margir velt því fyrir sér hvort að flokkurinn sé hallist frekar til vinstri eða hægri. Inga ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „„Ég er bara jafnaðarmaður. Ég hef alla tíð verið það, alltaf verið jafnaðarmaður. Ég hef aldrei spáð í vinstri, hægri en ég sagði þarna einhvern tímann um daginn þegar það er alltaf verið að setja mann á einhvern skala þá sagði ég náttúrulega að það hefði verið þessi tilhneiging til að setja þessa flokka og kalla þá velferðarflokka og um leið að líta til vinstri. Ég var ekkert að segja að ég væri að gera það, alls ekki, það bara „Segðu eitthvað,“ og það er bara tvistað út úr þér og búið til eitthvað úr því. Þannig að ég verð að fara að passa mig,“ sagði Inga aðspurð hvort hún væri vinstrisinnuð eða hægrisinnuð.Segir Sigmund elskulegan mann Þá ræddi hún einnig bílferð sem vakti mikla athygli mánudaginn eftir kosningar er hún sat í aftursætinu hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, en hann var sá fyrsti sem Inga heyrði í að loknum kosningum. Um bílferðina sagði Inga: „Það varð mjög frægt og það þótti mér mjög skemmtilegt því eins og ég hef gjarnan sagt, og ég vil gjarnan halda því áfram, að vera ekki einhver dæmigerður pólitíkus með einhver klækjabrögð. Ég er ekki þannig. Svo ég segi bara hlutina þó að það komi eins og gusa á allt og alla. Í þessu tilviki, þá náttúrulega af því að ég hef ekki bílpróf því ég er sjónskert, og við vorum að spjalla þarna saman í svona hálftíma um allt hvað eina og afskaplega elskulegur maður, Sigmundur. Hann er að fara þarna á Bessastaði klukkan tvö og bílstjórinn hafði þá ekkert að gera á meðan nema þá að bíða eftir honum.“ Hún sagði að Sigmundur hefði þá boðið henni að bílstjórinn myndi skutla henni heim á meðan hann fundaði með forsetanum. „Ég þakkaði bara fyrir það og sat þarna bísperrt í aftursætinu á meðan við keyrðum þarna fyrir framan tuttugu blaðamenn og jafnvel enn fleiri myndavélar. Það sem mér þótti merkilegast í þessu og fékk mig til að hugsa hvað þetta væri allt skrýtið, það var sko leynifundur. Þetta er bara svo mikill húmor, bara gantagrín, því auðvitað er enginn leynifundur fyrir framan tuttugu blaðamenn og fjörutíu myndavélar,“ sagði Inga en það var einmitt Sigmundur sem orðaði það svo við blaðamenn eftir fund sinn með forseta að hann og Inga hefðu verið á leynifundi.Viðtalið við Ingu Sæland úr Bítinu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Viðræðuslit ákveðin vonbrigði fyrir Ingu Sæland en komu henni þó ekki á óvart Enginn haft samband við hana um stjórnarmyndun. 6. nóvember 2017 15:18 Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
Viðræðuslit ákveðin vonbrigði fyrir Ingu Sæland en komu henni þó ekki á óvart Enginn haft samband við hana um stjórnarmyndun. 6. nóvember 2017 15:18
Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46