Erlent

Tvísýnt með þingmeirihluta Íhaldsflokksins

Kjartan Kjartansson skrifar
Fari kosningarnar eins og útgönguspáin bendir til er um að ræða ósigur fyrir Theresu May, forsætisráðherra.
Fari kosningarnar eins og útgönguspáin bendir til er um að ræða ósigur fyrir Theresu May, forsætisráðherra. Vísir/EPA
Íhaldsflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta á breska þinginu ef marka má útgönguspá sem breskir fjölmiðlar birtu þegar kjörstöðum var lokað kl. 21. Verði þetta niðurstaðan þarf að mynda samsteypu- eða minnahlutastjórn á næsta kjörtímabili.

Spáin kemur verulega á óvart en skoðanakannanir hafa bent til afgerandi sigurs Íhaldsflokksins. Verði niðurstaðan á þennan veg er talið að um verulegan ósigur fyrir Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga íhaldsmanna, að ræða.

Samkvæmt spánni fær Íhaldsflokkurinn flesta þingmenn, 314. Verkamannaflokkurinn fær 266, Skoski þjóðarflokkurinn 34 og Frjálslyndir demókratar 14. Breski sjálfstæðisflokkurinn UKIP fær engan þingmann.

Aðeins tólf þingsæti vantar upp á til þess að Íhaldsflokkurinn nái hreinum meirihluta. Ekki er búist við að úrslit kosninganna liggi fyrir fyrr en í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×