Erlent

Kúkkastandi mótmælendur sakaðir um notkun efnavopna

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá mótmælum í Caracas í gær.
Frá mótmælum í Caracas í gær. Vísir/AFP
Mótmælendur í Venesúela hafa tekið upp á því að kasta kúk í krukkum að her- og lögreglumönnum. Til þess hafa þeir jafnvel beitt stórum teygjubyssum , en krukkurnar kalla þeir poopootov“ kokteila. Stjórnvöld landsins hafa tekið þessu illa og háttsettur embættismaður sakar mótmælendur um að beita efnavopnum.

„Notkun efnavopna er skilgreint sem glæpur og því fylgja ströng viðurlög,“ sagði Marielys Valdez. Hún sagði að efnavopnin vera kúk úr mönnum og dýrum og sagði að atferlið myndi hafa afleiðingar, samkvæmt frétt Sky News.

„Þetta getur borist í vatnið og valdið hræðilegri mengun.“

Minnst 38 mótmælendur hafa látið lífið í Caracas höfuðborg Venesúela á undanförnum vikum. Mótmælendur kenna Nicolas Maduro, forseta, um hræðilegt efnahagslegt ástand í landinu og fara fram á kosningar. Ástandið í Venesúela hefur verið slæmt um langt skeið.

Sjá einnig: Sjálf­skapar­víti Venesúela: Sósíalíska drauma­ríkið sem koll­varpaðist í mar­tröð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×