Enski boltinn

Koeman: Ákveð eftir morgunæfingu hvort Gylfi byrji

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Everton getur í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildar UEFA en liðið mætir Hajduk Split frá Króatíu í síðari leik liðanna í umspilsumferð keppninnar. Everton vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0.

Gylfi Þór Sigurðsson var þá nýbúinn að semja við félagið og var ekki í leikmannahópi liðsins. Hann kom hins vegar inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Everton gegn Manchester City á mánudagskvöldið.

„Hann fékk mínútur á mánudaginn og nú þarf ég að taka ákvörðun hvort hann byrji eða komi inn á,“ sagði Ronald Koeman á blaðamannafundi í gær. „Við eigum eina æfingu eftir og ég mun taka þessa ákvörðun eftir hana á fimmtudagsmorgun [í dag].“

Davy Klaasen, miðjumaður, og sóknarmaðurinn Sandro Ramirez fóru ekki með til Króatíu þar sem báðir eiga við smávægileg meiðsli að stríða. Klaasen verður frá í viku og Sandra er tæpur fyrir leik Everton gegn Chelsea á sunnudag.

Wayne Rooney verður sjálfsagt í eldlínunni í dag en hann hefur skorað tvö mörk í fyrstu tveimar deildarleikjum Everton. Hann tilkynnti í gær að hann sé hættur að gefa kost á sér í enska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×