Austurríkismenn blása af reykingabann Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. desember 2017 06:31 Ólíkt flestum Evrópulöndum getur fólk reykt inni á matsölustöðum í Austurríki undir ákveðnum kringumstæðum. Vísir/AP Austurríski Frelsisflokkurinn hefur lýst því hátíðlega yfir að hætt verði við fyrirhugað reykingabann á matsölustöðum og knæpum þar í landi, sem taka átti gildi árið 2018. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, sagði að ákvörðunin væri liður í yfirstandandi samningaviðræðum Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins (OVP) um meirihlutasamstarf eftir kosningarnar í landinu í október. „Ég er stoltur af þessari frábæru lausn sem hefur jafnt hagsmuni reykingamanna, veitingamanna sem og hinna reyklausu í heiðri,“ sagði Strache í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Valfrelsið lifir áfram. Rekstrargrundvöllur veitingastaða (sérstaklega minni staða) hefur verið tryggður. Þúsundum starfa, sem áður voru í hættu, hefur verið bjargað,“ bætti reykingamaðurinn Strache við. Fyrirhugað bann var samþykkt árið 2015 af þáverandi stjórnarflokknum, OVP og Jafnaðarmannaflokknum, og átti það að taka gildi í maí næstkomandi. Þó að hið algjöra bann muni ekki taka gildi verða reglur þó lítillega hertar; t.a.m. verður áfram gert ráð fyrir sérstökum reyksvæðum á veitingastöðum og knæpum. Þangað má enginn sem ekki hefur náð 18 ára aldri koma. Að sama skapi verða reykingar í bílum bannaðar ef einhver undir 18 ára aldri er í bifreiðinni og þá verður tóbakskaupaaldur hækkaður úr 16 í 18 ár. Haft er eftir heilbrigðisráðherra landsins á vef Guardian að niðurstöðurnar séu stórt skref afturábak fyrir lýðheilsu Austurríkismanna. Heitir ráðherrann, sem var úr röðum jafnaðarmanna, harðri stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili. Tengdar fréttir Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26 Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Austurríski Frelsisflokkurinn hefur lýst því hátíðlega yfir að hætt verði við fyrirhugað reykingabann á matsölustöðum og knæpum þar í landi, sem taka átti gildi árið 2018. Formaður flokksins, Heinz-Christian Strache, sagði að ákvörðunin væri liður í yfirstandandi samningaviðræðum Frelsisflokksins og Þjóðarflokksins (OVP) um meirihlutasamstarf eftir kosningarnar í landinu í október. „Ég er stoltur af þessari frábæru lausn sem hefur jafnt hagsmuni reykingamanna, veitingamanna sem og hinna reyklausu í heiðri,“ sagði Strache í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum. „Valfrelsið lifir áfram. Rekstrargrundvöllur veitingastaða (sérstaklega minni staða) hefur verið tryggður. Þúsundum starfa, sem áður voru í hættu, hefur verið bjargað,“ bætti reykingamaðurinn Strache við. Fyrirhugað bann var samþykkt árið 2015 af þáverandi stjórnarflokknum, OVP og Jafnaðarmannaflokknum, og átti það að taka gildi í maí næstkomandi. Þó að hið algjöra bann muni ekki taka gildi verða reglur þó lítillega hertar; t.a.m. verður áfram gert ráð fyrir sérstökum reyksvæðum á veitingastöðum og knæpum. Þangað má enginn sem ekki hefur náð 18 ára aldri koma. Að sama skapi verða reykingar í bílum bannaðar ef einhver undir 18 ára aldri er í bifreiðinni og þá verður tóbakskaupaaldur hækkaður úr 16 í 18 ár. Haft er eftir heilbrigðisráðherra landsins á vef Guardian að niðurstöðurnar séu stórt skref afturábak fyrir lýðheilsu Austurríkismanna. Heitir ráðherrann, sem var úr röðum jafnaðarmanna, harðri stjórnarandstöðu á næsta kjörtímabili.
Tengdar fréttir Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26 Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Kurz býður Frelsisflokknum til viðræðna Sebastian Kurz, leiðtogi austurríska Þjóðarflokksins, hefur boðið hægriöfgaflokknum Frelsisflokknum, til viðræðna um stjórnarmyndun. 24. október 2017 10:26
Vann með þjóðernishyggju að vopni Þegar Sebastian Kurz var kjörinn formaður ungliðahreyfingar Þjóðarflokksins í Austurríki árið 2009, þá 23 ára gamall, grunaði hann eflaust ekki að innan áratugar myndi hann leiða flokk sinn til kosningasigurs og verða þannig afar líklegur til að setjast á kanslarastól. 21. október 2017 06:00