Enski boltinn

Elokobi sendi Messunni gjöf: "Hjörvar, my number one fan in Iceland“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Messan fékk flotta gjöf frá enskum knattspyrnumanni sem strákarnir sýndu í þættinum sínum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.

„Það var einn maður sem skoraði geggjað mark um helgina og hann er vinur okkar,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson og sýndi myndir af hinum eina og sanna George Elokobi.  

George Elokobi skoraði frábært mark fyrir Colchester United á dögunum sem strákarnir sýndi. Frábært langskot sem small óverjandi í fjærhorninu.

„Þetta er okkar maður George Elokobi sem var fastamaður í Messunni á árum áður. Hjörvar þú ert með glaðning frá okkar manni,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Hjörvar Hafliðason sýndi þá gjöfina.

„Ég er með glaðning. Ég ætla aldrei að nota þetta en ætla ramma þetta inn,“ sagði Hjörvar og sýndi Colchester treyju áritaða af umræddum George Elokobi.

„Hjörvar, my number one fan in Iceland. Allt the best. George Elokobi. Númer 15,“ var skrifað á treyjuna sem Guðmundur las upp.

„Hann er glæsilegur þessa dagana og það gengur vel hjá Colchester. Þeir eru í 2.deildinni,“ sagði Hjörvar.

Strákarnir í Messunni ætla síðan að heimsækja George Elokobi þegar þeir fá fjármagn til. Það er hægt að sjá allt innslagið í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×