Innlent

Líkfundur á Selfossi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Líkið er talið vera af erlendum manni búsettum á Selfossi.
Líkið er talið vera af erlendum manni búsettum á Selfossi. vísir/Magnús Hlynur
Lögreglan á Suðurlandi fékk á þriðja tímanum í dag, klukkan 14:22, tilkynningu um að maður hefði fundist látinn á auðri lóð við Heiðarveg á Selfossi. Lögregla er við störf á staðnum og hefur vettvangi verið lokað á meðan svo er. Líkið er talið vera af erlendum manni búsettum á Selfossi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að vettvangur verði rannsakaður með aðstoð tæknideildar lögreglu eins og venja er þegar líkamsleifar finnast á víðavangi. Ljóst sé að dánarorsök mun ekki liggja fyrir fyrr en að aflokinni krufningu.

Frekari upplýsingar verða ekki veittar um málið að sinni segir í tilkynningu frá lögreglu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×