700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. júní 2017 22:49 Börn í þorpinu Azel í norðurhluta Níger. Vísir/afp Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru þannig í raun svift því að fá að vera börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla, sem kom út í dag á alþjóðlegum degi barna. Ísland er í áttunda sæti á lista yfir það hvar í heiminum bernsku barna er síst ógnað. Toppsætin verma Noregur, Slóvenía og Finnland en þau lönd sem standa verst eru Afríkuríkin Níger, Angóla og Malí. Við uppröðun listans er tekið tillit til ákveðinna þátta er varða velferð barna. Í skýrslunni segir að meginástæður þess að börn fái ekki að njóta bernsku sinnar séu vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd. Þá búa börn í löndum, sem stödd eru neðarlega á listanum, oft við stríðsátök, ofbeldi eða barnaþrælkun. Í skýrslunni er einnig tekið mið af því hvort börn fái að ganga í skóla, hvort þau séu látin giftast á barnsaldri og tíðni þungana hjá ungum stúlkum. Þessir þættir hafa allir afdrifarík áhrif á velferð barna.Meira en 200 börn myrt á degi hverjum „Alltof mörg börn í heiminum búa við ömurlegar aðstæður; stríðsátök, eru barnaþrælar, barnabrúðir, þjást og deyja vegna sjúkdóma sem til er lækning við, eru vannærð og án menntunar. Þau eru svipt bernsku sinni og það er óásættanlegt að þau búi ekki við þau réttindi að fá að lifa við öryggi og fá að þroskast og leika sér. Þó svo að sumum sé hjálpað út úr aðstæðunum síðar á lífsleiðinni, fá þau aldrei bernsku sína aftur,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þá var fjöldi barnamorða einnig skoðaður í skýrslunni og samkvæmt henni eru meira en 200 börn myrt á degi hverjum, flest í Suður-Ameríkuríkjunum Hondúras, Venesúela og El Salvador. Frekari tölur um ástandið voru einnig birtar en þar kemur fram að 185 milljónum barna sé haldið í nauðugum í vinnuþrælkun. Þá eru 40 milljónir stúlkna á aldrinum 15-19 ára gefnar í hjónaband eða sambúð og nærri 28 milljónir barna eru á flótta. Angóla Níger Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru þannig í raun svift því að fá að vera börn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla, sem kom út í dag á alþjóðlegum degi barna. Ísland er í áttunda sæti á lista yfir það hvar í heiminum bernsku barna er síst ógnað. Toppsætin verma Noregur, Slóvenía og Finnland en þau lönd sem standa verst eru Afríkuríkin Níger, Angóla og Malí. Við uppröðun listans er tekið tillit til ákveðinna þátta er varða velferð barna. Í skýrslunni segir að meginástæður þess að börn fái ekki að njóta bernsku sinnar séu vannæring, slæm heilsa og skortur á heilsuvernd. Þá búa börn í löndum, sem stödd eru neðarlega á listanum, oft við stríðsátök, ofbeldi eða barnaþrælkun. Í skýrslunni er einnig tekið mið af því hvort börn fái að ganga í skóla, hvort þau séu látin giftast á barnsaldri og tíðni þungana hjá ungum stúlkum. Þessir þættir hafa allir afdrifarík áhrif á velferð barna.Meira en 200 börn myrt á degi hverjum „Alltof mörg börn í heiminum búa við ömurlegar aðstæður; stríðsátök, eru barnaþrælar, barnabrúðir, þjást og deyja vegna sjúkdóma sem til er lækning við, eru vannærð og án menntunar. Þau eru svipt bernsku sinni og það er óásættanlegt að þau búi ekki við þau réttindi að fá að lifa við öryggi og fá að þroskast og leika sér. Þó svo að sumum sé hjálpað út úr aðstæðunum síðar á lífsleiðinni, fá þau aldrei bernsku sína aftur,” segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þá var fjöldi barnamorða einnig skoðaður í skýrslunni og samkvæmt henni eru meira en 200 börn myrt á degi hverjum, flest í Suður-Ameríkuríkjunum Hondúras, Venesúela og El Salvador. Frekari tölur um ástandið voru einnig birtar en þar kemur fram að 185 milljónum barna sé haldið í nauðugum í vinnuþrælkun. Þá eru 40 milljónir stúlkna á aldrinum 15-19 ára gefnar í hjónaband eða sambúð og nærri 28 milljónir barna eru á flótta.
Angóla Níger Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa Erlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira