Erlent

Græða á göngu nýnasista

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Mótmælaganga Norrænu andstöðuhreyfingarinnar í Svíþjóð.
Mótmælaganga Norrænu andstöðuhreyfingarinnar í Svíþjóð. vísir/peter isotalo
Nokkur hundruð Norðmenn segjast ætla að gefa eina norska krónu fyrir hvern metra sem nýnasistar í Norrænu andstöðuhreyfingunni ganga í fyrirhugaðri mótmælagöngu sinni í júlí gegn samkynhneigðum.

Peningarnir verða gefnir samtökum sem styðja samkynhneigð ungmenni. Norðmennirnir vona að nýnasistar láti verða af göngunni.

Íbúar í bænum Wunsiedel í Þýskalandi fengu sams konar hugmynd árið 2014. Þá gengu nýnasistar til heiðurs Rudolf Hess, staðgengli Hitlers. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×