Jón Axel skoraði 22 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar á 35 mínútum en hann var stigahæstur á vellinum í þessum góða sigri. Davidson er búið að vinna alla þrjá heimaleiki sína og er í heildina búið að vinna fjóra leiki af sjö.
Sjálfur Steph Curry, einn besti leikmaður heims og ofurstjarna meistaraliðs Golden State Warriors, var í húsinu og sá Jón Axel fara á kostum en Curry mætti á hækjum og settist á fremsta bekk á sínum gamla heimavelli.
Belk Arena has a special visitor tonight! #Section30#CatsAreWildpic.twitter.com/07lIEdO8jd
— Davidson Basketball (@DavidsonMBB) December 6, 2017
Þetta er annar leikurinn í röð sem NBA-ofurstjarna sér Jón Axel spila frábærlega en sá besti allra tíma, Michael Jordan, var í húsinu þegar að Davidson tapaði fyrir North Carolina um helgina.
Þá skoraði Jón Axel 19 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í tíu stiga tapleik en UNC hefur um langa hríð verið eitt albesta lið bandarísku háskólakörfunnar.
Jón Axel er búinn að spila mjög vel á tímabilinu fyrir Davidson. Hann er að skora 16,3 stig, taka 5,8 fráköst og gefa sex stoðsendingar að meðaltali á 33 mínútum í hverjum leik.