Heilbrigðiskerfi Púertó Ríkó í lamasessi eftir Maríu Kjartan Kjartansson skrifar 25. september 2017 14:36 Íbúar í San Juan og víða hafa þurft að bíða í röð í margar klukkustundir eftir að fá eldsneyti. Vísir/EPA Sjúkrahús á Púertó Ríkó eru á kafi í vatni og þurfa að reiða sig á olíuvararafstöðvar til að halda lífi í sjúklingunum sem eru verst haldnir þar eftir að fellibylurinn María gekk yfir eyjuna í síðustu viku. Suma sjúklinga hefur þurft að flytja til Bandaríkjanna vegna þess að læknar hafa ekki geta sinnt þeim sem skyldi við þær aðstæður sem uppi eru á Púertó Ríkó, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Mannúðarástand er í uppsiglingu á eyjunni en María olli gríðarlegri eyðileggingu á eyríkinu sem heyrir undir Bandaríkin. Matvæli og eldsneyti eru af skornum skammti og raforkukerfið liggur niðri, hugsanlega í einhverja mánuði áfram. Þá er farsíma- og internetsamband nánast horfið. Útvarpið er nú orðið aðalupplýsingaveita 3,4 milljóna íbúa Púertó Ríkó. Margra klukkustunda langar raðir hafa myndast við bensínstöðvar. Washington Post segir að það muni taka vikur og mánuði en ekki daga að koma rafmagni og annarri nauðsynlegri þjónustu aftur í gagnið.Neyðargögnum dreift af trukki. Skemmdir á innviðum Púertó Ríkó hafa torveldað flutning á þeim.Vísir/EPAGeta ekki tekið við þungt höldnum sjúklingumÁstandið á sumum sjúkrahúsum er svart. Varaaflstöðvar hafa brugðist sums staðar en annars staðar eru þær keyrðar á síðustu olíudropunum. Vopnaðir verðir hafa fylgt sendingum af olíu til að verja þær fyrir ræningjum. „Annað sjúkrahús vill flytja tvo sjúklinga í alvarlegu ástandi hingað vegna þess að það er rafmagnslaust. Við getum ekki tekið við þeim. Við erum með sama vandamál,“ segir Iván González Cancel, hjarta- og æðaskurðlæknir við Hjarta- og æðasjúkdómamiðstöð landsins við Reuters. Erfitt hefur reynst að koma neyðargögnum til Púertó Ríkó og yfirráðasvæðis Bandaríkjanna á Jómfrúareyjum. Hafnir og flugvellir þar urðu fyrir verulegum skemmdum í fellibylnum sem var sá öflugasti þar í fleiri áratugi. Þúsundir íbúðarhúsa urðu fyrir skemmdum í hamförunum og grænir skógar eyjunnar hafa verið jafnaðir við jörðu. Sum þorp í fjalllendum innsveitum eru nánast einangruð frá umheiminum vegna skemmda á samgöngu- og fjarskiptakerfunum. „Ég átti fallegt þorp. Í dag á ég eyðimörk,“ hefur Washington Post eftir Alfredo Alejandro, bæjarstjóra í bænum Juncos í miðjum austurhluta eyjunnar. Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Sjúkrahús á Púertó Ríkó eru á kafi í vatni og þurfa að reiða sig á olíuvararafstöðvar til að halda lífi í sjúklingunum sem eru verst haldnir þar eftir að fellibylurinn María gekk yfir eyjuna í síðustu viku. Suma sjúklinga hefur þurft að flytja til Bandaríkjanna vegna þess að læknar hafa ekki geta sinnt þeim sem skyldi við þær aðstæður sem uppi eru á Púertó Ríkó, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Mannúðarástand er í uppsiglingu á eyjunni en María olli gríðarlegri eyðileggingu á eyríkinu sem heyrir undir Bandaríkin. Matvæli og eldsneyti eru af skornum skammti og raforkukerfið liggur niðri, hugsanlega í einhverja mánuði áfram. Þá er farsíma- og internetsamband nánast horfið. Útvarpið er nú orðið aðalupplýsingaveita 3,4 milljóna íbúa Púertó Ríkó. Margra klukkustunda langar raðir hafa myndast við bensínstöðvar. Washington Post segir að það muni taka vikur og mánuði en ekki daga að koma rafmagni og annarri nauðsynlegri þjónustu aftur í gagnið.Neyðargögnum dreift af trukki. Skemmdir á innviðum Púertó Ríkó hafa torveldað flutning á þeim.Vísir/EPAGeta ekki tekið við þungt höldnum sjúklingumÁstandið á sumum sjúkrahúsum er svart. Varaaflstöðvar hafa brugðist sums staðar en annars staðar eru þær keyrðar á síðustu olíudropunum. Vopnaðir verðir hafa fylgt sendingum af olíu til að verja þær fyrir ræningjum. „Annað sjúkrahús vill flytja tvo sjúklinga í alvarlegu ástandi hingað vegna þess að það er rafmagnslaust. Við getum ekki tekið við þeim. Við erum með sama vandamál,“ segir Iván González Cancel, hjarta- og æðaskurðlæknir við Hjarta- og æðasjúkdómamiðstöð landsins við Reuters. Erfitt hefur reynst að koma neyðargögnum til Púertó Ríkó og yfirráðasvæðis Bandaríkjanna á Jómfrúareyjum. Hafnir og flugvellir þar urðu fyrir verulegum skemmdum í fellibylnum sem var sá öflugasti þar í fleiri áratugi. Þúsundir íbúðarhúsa urðu fyrir skemmdum í hamförunum og grænir skógar eyjunnar hafa verið jafnaðir við jörðu. Sum þorp í fjalllendum innsveitum eru nánast einangruð frá umheiminum vegna skemmda á samgöngu- og fjarskiptakerfunum. „Ég átti fallegt þorp. Í dag á ég eyðimörk,“ hefur Washington Post eftir Alfredo Alejandro, bæjarstjóra í bænum Juncos í miðjum austurhluta eyjunnar.
Tengdar fréttir Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49 Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Fleiri fréttir Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Sjá meira
Rafmagnslaust næstu mánuði Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði 21. september 2017 07:49
Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. 22. september 2017 23:18