Innlent

Eldur kom upp í íbúð á Egilsstöðum: Lögregla telur að um íkveikju hafi verið að ræða

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Tilkynnt var um eldinn klukkan hálf tvö í dag.
Tilkynnt var um eldinn klukkan hálf tvö í dag. Vísir/Stefán
Eldur kom upp í íbúð í fjölbýlishúsi á Egilsstöðum klukkan hálf tvö í dag. Að sögn lögreglu er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Mbl.is greindi fyrst frá þessu

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum á Austurlandi kom eldurinn upp í rúmi í íbúðinni. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en íbúar íbúðarinnar voru á heimilinu þegar eldurinn kom upp. Herbergið fylltist af reyk og eitthvert tjón varð á munum. Engan sakaði.

Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×