Ætla að skoða myndefni eftir áreiti gegn börnum í strætó Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 12. júlí 2017 13:15 Áreitaði átti sér stað í Mjóddinni að sögn Sveins Hjartar. Vísir/Stefán Þriggja barna faðir, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, segir að börnin hans hafi verið áreitt af ölvuðum manni á biðstöð strætó í Mjódd sem og í strætisvagninum sjálfum. Vagnstjóri hafi ekki brugðist við. Forsvarsmenn Strætó eru með málið til skoðunar og ætla að nota til þess eftirlitsmyndavélabúnað úr vagninum. Faðirinn greindi frá áreitinu á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig maðurinn hafi rifið í son hans og tuktað hann til þegar vagninn var nýkominn. „Lýsingar og skelfing barnanna var náttúrulega svo augljós að þau eru ekkert að leika sér að ræða þetta,“ segir Sveinn Hjörtur um frásögn barna sinna sem lentu í áreitinu. Ölvuðum manninum var síðan hleypt inn í strætisvagninn eftir atvikið. Á ferðinni heim hélt áreitið áfram þegar maðurinn áreitti þau í orðum og kleip og þuklaði á stúlku sem sat í vagninum. „Í raun voru þau öll dauðskelkuð en tilbúin að verjast ef hinn ölvaði héldi áfram. Þeim fannst að vagnstjórinn sæi í speglinum hvað væri að gerast en hann gerði ekkert. Fljótlega yfirgáfu þau vagninn í ofboði og drifu sig heim,“ segir í færslu Sveins. Sveinn lét lögregluna vita af málinu.Höfðu samband og harma atvikiðÍ samtali við Vísi segir Sveinn að deildarstjóri frá Strætó hafi haft samband við sig í gærkvöldi og farið yfir atvikið með honum en Sveinn hafði viku áður rætt við starfsmann Strætó en ekki hefði komið neitt út úr því samtali. „Þeir harma mjög þessi mistök að starfsmaðurinn hafi ekki komið þessu til skila; farið bara í sumarfrí og ekki látið þetta fara áfram. Í sjálfu sér hefði aldrei neitt orðið úr þessu ef ég hefði ekki kannað þetta. Mér blöskraði bara hvernig þetta var. Ég hef áður gert athugasemdir við strætó fyrir einu og hálfu ári síðan og það voru engin viðbrögð. Það er ýmislegt sem ég tel, án þess að ég sé að deila á strætó, sem þarf að laga,“ segir Sveinn og telur að það þurfi að fara alvarlega yfir stöðuna hjá Strætó. „Við verðum að geta treyst því að börnin séu óhult,“ segir Sveinn en tekur fram að börnunum hans líði betur núna. Hann telur nauðsynlegt hjá Strætó að bæta við öryggisvörðum til að standa vaktina og að þeir séu tengdir við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.Brugðist rangt viðÁstríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó, sagði í samtali við Vísi að samkvæmt starfsreglum hefði vagnstjórinn átt að stöðva vagninn og hringja í lögreglu. „Þeir fá kennslu í því hvernig þeir eiga að bregðast við. Á öllum nýliðanámskeiðum er ítrekað hvernig eigi að bregðast við ef það er ógnandi farþegi,“ segir Ástríður. Búist er við að málið verið tekið fyrir á morgun og skoðað nánar. Öryggismyndavélar eru í öllum vögnum og segir Ástríður að myndefni úr þeim verði skoðað. Umræða um að hafa öryggisverði í vögnunum hefur ekki komið upp segir Ástríður en áréttar að öryggisreglur séu ávallt í endurskoðun. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Þriggja barna faðir, Sveinn Hjörtur Guðfinnsson, segir að börnin hans hafi verið áreitt af ölvuðum manni á biðstöð strætó í Mjódd sem og í strætisvagninum sjálfum. Vagnstjóri hafi ekki brugðist við. Forsvarsmenn Strætó eru með málið til skoðunar og ætla að nota til þess eftirlitsmyndavélabúnað úr vagninum. Faðirinn greindi frá áreitinu á Facebook-síðu sinni og lýsir því hvernig maðurinn hafi rifið í son hans og tuktað hann til þegar vagninn var nýkominn. „Lýsingar og skelfing barnanna var náttúrulega svo augljós að þau eru ekkert að leika sér að ræða þetta,“ segir Sveinn Hjörtur um frásögn barna sinna sem lentu í áreitinu. Ölvuðum manninum var síðan hleypt inn í strætisvagninn eftir atvikið. Á ferðinni heim hélt áreitið áfram þegar maðurinn áreitti þau í orðum og kleip og þuklaði á stúlku sem sat í vagninum. „Í raun voru þau öll dauðskelkuð en tilbúin að verjast ef hinn ölvaði héldi áfram. Þeim fannst að vagnstjórinn sæi í speglinum hvað væri að gerast en hann gerði ekkert. Fljótlega yfirgáfu þau vagninn í ofboði og drifu sig heim,“ segir í færslu Sveins. Sveinn lét lögregluna vita af málinu.Höfðu samband og harma atvikiðÍ samtali við Vísi segir Sveinn að deildarstjóri frá Strætó hafi haft samband við sig í gærkvöldi og farið yfir atvikið með honum en Sveinn hafði viku áður rætt við starfsmann Strætó en ekki hefði komið neitt út úr því samtali. „Þeir harma mjög þessi mistök að starfsmaðurinn hafi ekki komið þessu til skila; farið bara í sumarfrí og ekki látið þetta fara áfram. Í sjálfu sér hefði aldrei neitt orðið úr þessu ef ég hefði ekki kannað þetta. Mér blöskraði bara hvernig þetta var. Ég hef áður gert athugasemdir við strætó fyrir einu og hálfu ári síðan og það voru engin viðbrögð. Það er ýmislegt sem ég tel, án þess að ég sé að deila á strætó, sem þarf að laga,“ segir Sveinn og telur að það þurfi að fara alvarlega yfir stöðuna hjá Strætó. „Við verðum að geta treyst því að börnin séu óhult,“ segir Sveinn en tekur fram að börnunum hans líði betur núna. Hann telur nauðsynlegt hjá Strætó að bæta við öryggisvörðum til að standa vaktina og að þeir séu tengdir við fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.Brugðist rangt viðÁstríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó, sagði í samtali við Vísi að samkvæmt starfsreglum hefði vagnstjórinn átt að stöðva vagninn og hringja í lögreglu. „Þeir fá kennslu í því hvernig þeir eiga að bregðast við. Á öllum nýliðanámskeiðum er ítrekað hvernig eigi að bregðast við ef það er ógnandi farþegi,“ segir Ástríður. Búist er við að málið verið tekið fyrir á morgun og skoðað nánar. Öryggismyndavélar eru í öllum vögnum og segir Ástríður að myndefni úr þeim verði skoðað. Umræða um að hafa öryggisverði í vögnunum hefur ekki komið upp segir Ástríður en áréttar að öryggisreglur séu ávallt í endurskoðun.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira