Annmarkar á þremur framboðum í tveimur kjördæmum Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 13. október 2017 19:45 Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum og fá flokkarnir frest til þess að gera útbætur til morguns. Frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Ellefu flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar en það er í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmum norður og suður og Suðurkjördæmi. Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi en fæst eru framboðin í Norðvesturkjördæmi eða níu. Eftir hádegi í dag hófu svo yfirkjörstjórnir að yfirfara framboðin. Suðvesturkjördæmi eða Kraginn er fjölmennasta kjördæmið með 69.498 kjósendur. Hér þurfa framboðin að lágmarki að skila 390 meðmælendum og að hámarki 520. Í Suðvesturkjördæmi kjósa 1200 nýir kjósendur fleiri en í kosningunum í fyrra. Klukkan tíu í morgun höfðu engin framboð skilað inn framboðs- og meðmælalistum í Kraganum en þau mættu þó öll og voru búin að skila fyrir hádegi í dag. Fréttastofa hitti nokkra fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Kraganum en þeir voru fegnir að þessari vinnu væri lokið. „Fyrir mér er þetta lýðræðisleg hátíð“ segir Oktavía Hrund Jónsdóttir frambjóðandi Pírata í SV-kjördæmi. „Þetta eru varnaglarnir okkar, að öll framboð þurfi að fara eftir þessum reglum. „Þetta gekk alveg furðuvel hjá okkur, við vorum með mjög samstilltan hóp hjá samfylkingunni og rúlluðum þessu bara upp,“segir Bergljót Kristinsdóttir kosningastjóri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi „Þetta gekk bara ótrúlega vel miðað við stuttan tíma,“ segir Karólína Helga Símonardóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Hún segist ekki sammála því að þetta sé eitt erfiðasta kjördæmið varðandi undirskriftir. „Þetta var töluverð vinna en það tókst með góðra manna hjálp,“ segir Geir Harðarson frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Hann segir flokkinn hafa skilað rúmlega lágmarksfjölda. Þorvarður Bergmann Kjartansson frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar í SV-kjördæmi segir mjög þægilegt að vera búinn að skila undirskriftum „Þetta tók svakalega mikla vinnu að safna þessu öllu saman, sérstaklega á þessum tíma sem við fengum, en gekk alveg merkilega vel. Þrjú kjördæmi koma til með að úrskuða um gildi framboða á morgun en nú síðdegis höfðu hin þrjú þegar úrskurðað. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og sömuleiðis í Suðurkjördæmi fyrir utan framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ekki fengust skýringar hjá kjörstjórn á hverju annmarkar framboðsins voru en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort flokkurinn fái frest til úrbóta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá formanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum. Kosningar 2017 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Annmarkar eru á framboðum þriggja flokka í tveimur kjördæmum og fá flokkarnir frest til þess að gera útbætur til morguns. Frestur þeirra flokka sem bjóða fram til alþingiskosninganna 28. október næstkomandi rann út á hádegi í dag. Ellefu flokkar bjóða fram í fjórum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar en það er í Suðvesturkjördæmi, Reykjavíkurkjördæmum norður og suður og Suðurkjördæmi. Tíu flokkar bjóða fram í Norðausturkjördæmi en fæst eru framboðin í Norðvesturkjördæmi eða níu. Eftir hádegi í dag hófu svo yfirkjörstjórnir að yfirfara framboðin. Suðvesturkjördæmi eða Kraginn er fjölmennasta kjördæmið með 69.498 kjósendur. Hér þurfa framboðin að lágmarki að skila 390 meðmælendum og að hámarki 520. Í Suðvesturkjördæmi kjósa 1200 nýir kjósendur fleiri en í kosningunum í fyrra. Klukkan tíu í morgun höfðu engin framboð skilað inn framboðs- og meðmælalistum í Kraganum en þau mættu þó öll og voru búin að skila fyrir hádegi í dag. Fréttastofa hitti nokkra fulltrúum flokkanna sem bjóða fram í Kraganum en þeir voru fegnir að þessari vinnu væri lokið. „Fyrir mér er þetta lýðræðisleg hátíð“ segir Oktavía Hrund Jónsdóttir frambjóðandi Pírata í SV-kjördæmi. „Þetta eru varnaglarnir okkar, að öll framboð þurfi að fara eftir þessum reglum. „Þetta gekk alveg furðuvel hjá okkur, við vorum með mjög samstilltan hóp hjá samfylkingunni og rúlluðum þessu bara upp,“segir Bergljót Kristinsdóttir kosningastjóri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi „Þetta gekk bara ótrúlega vel miðað við stuttan tíma,“ segir Karólína Helga Símonardóttir frambjóðandi Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Hún segist ekki sammála því að þetta sé eitt erfiðasta kjördæmið varðandi undirskriftir. „Þetta var töluverð vinna en það tókst með góðra manna hjálp,“ segir Geir Harðarson frambjóðandi Íslensku þjóðfylkingarinnar í SV-kjördæmi. Hann segir flokkinn hafa skilað rúmlega lágmarksfjölda. Þorvarður Bergmann Kjartansson frambjóðandi Alþýðufylkingarinnar í SV-kjördæmi segir mjög þægilegt að vera búinn að skila undirskriftum „Þetta tók svakalega mikla vinnu að safna þessu öllu saman, sérstaklega á þessum tíma sem við fengum, en gekk alveg merkilega vel. Þrjú kjördæmi koma til með að úrskuða um gildi framboða á morgun en nú síðdegis höfðu hin þrjú þegar úrskurðað. Í Norðvesturkjördæmi voru öll framboð samþykkt og sömuleiðis í Suðurkjördæmi fyrir utan framboð Íslensku þjóðfylkingarinnar. Ekki fengust skýringar hjá kjörstjórn á hverju annmarkar framboðsins voru en ákvörðun verður tekin í kvöld hvort flokkurinn fái frest til úrbóta. Í Kraganum voru annmarkar á þremur framboðum, Íslensku þjóðfylkingunni, Alþýðufylkingunni og Bjartri framtíð. Samkvæmt upplýsingum frá formanni yfirkjörstjórnar frá flokkarnir frest til morgun til þess að gera útbætur á listum sínum.
Kosningar 2017 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“