Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Heimir Már Pétursson skrifar 8. júlí 2017 19:30 Vladimir Putin og Donald Trump á leiðtogafundinum í Hamborg. Vísir/afp Öll aðildarríki G-20-samstarfsins nema Bandaríkin skrifa undir yfirlýsingu eftir leiðtogafund í Hamborg um að unnið skuli eftir Parísar-sáttmálanum í loftlagsmálum og ekki sé hægt að snúa til baka með hann. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið sáttan við svör hans varðandi afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Töluverð eyðilegging blasti við víða í Hamborg í morgun eftir róstur sumra mótmælenda sem gengu berserksgang, kveiktu í bílum og ollu skemmdum á verslunum og öðru sem á vegi þeirra varð. En mótmælin náðu ekki að trufla leiðtogafund 19 helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem lauk í dag. Þar var mikil áhersla lögð á samstöðu í loftlagsmálum og lögðust margir leiðtoganna á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum parísarsáttmálans í loftlagsmálum. Þeirra á meðal var Theresa May forsætisráðherra Bretlands, en eftir fund hennar með forsetanum sagði Trump öflugan viðskiptasaming vera í burðarliðnum milli ríkjanna. „Eins og leiðtogar annarra ríkja hér á fundinum er ég mjög undrandi á ákvörðun Bandaríkjamanna að draga sig út úr parísarsáttmálanum. Ég hvatti forsetann eindregið til að gerast aðili að honum á ný,” sagði May í lok leiðtogafundarins í dag. Bretar stæðu styddu parísarsáttmálann heilshugar. „Sáttmálinn verndar ekki einungis umhverfið fyrir komandi kynslóðir heldur mun hann halda verðlagi á orku viðráðanlegu og viðhalda öruggri og traustri afhendingu orku til fyrirtækja og heimila,“ segir May. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þar sem ekki hafi náðst samstaða annarra ríkja og Bandaríkjanna séu sjónarmið Bandaríkjanna færð til bókar í yfirlýsingu fundarins. „Ég er mjög ánægð með að aðrir leiðtogar og ríkisstjórnir hér á G20 fundinum eru einhuga um að ekki sé hægt að hverfa frá Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Að við verðum að innleiða þær skyldur sem við tókum á okkur með sáttmálanum eins hratt og hægt er. Við erum einnig sammála um aðgerðaráætlun í loftlags- og orkumálum, sem kennd verður við Hamborg,“ sagði Merkel. Rússar standa heilir að baki Parísarsamkomulaginu. En Vladimir Putin sagði einnig á fréttamannafundi í dag að Rússar hefðu ekki haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Trump spurði út í þetta og var mjög áhugasamur um tiltekin smáatriði. Ég gaf eins nákvæm svör og mér var unnt. Ég greindi honum frá samskipti mín við síðustu ríkisstjórn Bandaríkjanna, þar með talið við Barack Obama forseta. Ég tel mig ekki hafa rétt til að greina frá samtölum mínum við Obama í smáatriðum. Það er ekki viðtekið í hinum pólitíska heimi. Þá finnst mér ekki siðferðilega rétt að ég greini í smáatriðum frá innihaldi samtala okkar Trump forseta. Hann spurði mig, ég svaraði. Hann bað um útskýringar, ég skýrði út. Mér sýnist hann hafa verið sáttur við þau svör,“ sagði Vladimir Putin í hamborg í dag. Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Öll aðildarríki G-20-samstarfsins nema Bandaríkin skrifa undir yfirlýsingu eftir leiðtogafund í Hamborg um að unnið skuli eftir Parísar-sáttmálanum í loftlagsmálum og ekki sé hægt að snúa til baka með hann. Vladimir Putin forseti Rússlands segir Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa verið sáttan við svör hans varðandi afskipti af bandarísku forsetakosningunum. Töluverð eyðilegging blasti við víða í Hamborg í morgun eftir róstur sumra mótmælenda sem gengu berserksgang, kveiktu í bílum og ollu skemmdum á verslunum og öðru sem á vegi þeirra varð. En mótmælin náðu ekki að trufla leiðtogafund 19 helstu iðnríkja og Evrópusambandsins sem lauk í dag. Þar var mikil áhersla lögð á samstöðu í loftlagsmálum og lögðust margir leiðtoganna á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum parísarsáttmálans í loftlagsmálum. Þeirra á meðal var Theresa May forsætisráðherra Bretlands, en eftir fund hennar með forsetanum sagði Trump öflugan viðskiptasaming vera í burðarliðnum milli ríkjanna. „Eins og leiðtogar annarra ríkja hér á fundinum er ég mjög undrandi á ákvörðun Bandaríkjamanna að draga sig út úr parísarsáttmálanum. Ég hvatti forsetann eindregið til að gerast aðili að honum á ný,” sagði May í lok leiðtogafundarins í dag. Bretar stæðu styddu parísarsáttmálann heilshugar. „Sáttmálinn verndar ekki einungis umhverfið fyrir komandi kynslóðir heldur mun hann halda verðlagi á orku viðráðanlegu og viðhalda öruggri og traustri afhendingu orku til fyrirtækja og heimila,“ segir May. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að þar sem ekki hafi náðst samstaða annarra ríkja og Bandaríkjanna séu sjónarmið Bandaríkjanna færð til bókar í yfirlýsingu fundarins. „Ég er mjög ánægð með að aðrir leiðtogar og ríkisstjórnir hér á G20 fundinum eru einhuga um að ekki sé hægt að hverfa frá Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum. Að við verðum að innleiða þær skyldur sem við tókum á okkur með sáttmálanum eins hratt og hægt er. Við erum einnig sammála um aðgerðaráætlun í loftlags- og orkumálum, sem kennd verður við Hamborg,“ sagði Merkel. Rússar standa heilir að baki Parísarsamkomulaginu. En Vladimir Putin sagði einnig á fréttamannafundi í dag að Rússar hefðu ekki haft afskipti af forsetakosningunum í Bandaríkjunum. „Trump spurði út í þetta og var mjög áhugasamur um tiltekin smáatriði. Ég gaf eins nákvæm svör og mér var unnt. Ég greindi honum frá samskipti mín við síðustu ríkisstjórn Bandaríkjanna, þar með talið við Barack Obama forseta. Ég tel mig ekki hafa rétt til að greina frá samtölum mínum við Obama í smáatriðum. Það er ekki viðtekið í hinum pólitíska heimi. Þá finnst mér ekki siðferðilega rétt að ég greini í smáatriðum frá innihaldi samtala okkar Trump forseta. Hann spurði mig, ég svaraði. Hann bað um útskýringar, ég skýrði út. Mér sýnist hann hafa verið sáttur við þau svör,“ sagði Vladimir Putin í hamborg í dag.
Tengdar fréttir Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23 Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21 Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55 Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Sammæltust um nauðsyn friðar í Úkraínu Leiðtogafundi 19 helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins, G20, verður framhaldið í Hamborg í Þýskalandi í dag. 8. júlí 2017 09:23
Trump segir stórkostlegan viðskiptasamning við Breta í bígerð Leiðtogar G20-fundarins í Hamborg hafa náð saman um allt í yfirlýsingu fundarins nema loftlagsmálin. 8. júlí 2017 13:21
Theresa May sér ekki eftir neinu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir. 8. júlí 2017 16:55
Þrýsta á Trump að skipta um skoðun „Parísarsáttmálinn er til marks um mikilvæga samstöðu sem náðist ekki auðveldlega. Við megum ekki tapa henni auðveldlega.“ 7. júlí 2017 14:49