Sylvester Stallone hafnar ásökun um árás á 16 ára gamla stúlku Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2017 13:45 Stallone er rúmlega sjötugur í dag. Vísir/EPA Kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Sylvester Stallone og lífvörð hans um að kynferðisofbeldi þegar hún var sextán ára gömul á 9. áratug síðustu aldar. Talsmaður Stallone vísar ásökunum á bug og segir þær algerlega rangar. Að sögn konunnar hitti hún Stallone og lífvörðinn í Las Vegas í júlí árið 1986 þegar hún fékk eiginhandaráritun frá leikaranum sem þá var fertugur. Lífvörðurinn hafi látið hana fá lykil að hótelherbergi þar sem hún hafi síðan sængað hjá báðum mönnum. Stallone hafi síðan sagt henni að þar sem þeir væru báðir giftir menn mætti hún ekki segja neitt. Ef hún gerði það þyrftu þeir berja á henni. Breska blaðið Mail Online vitnar í lögregluskýrslur um málið. Konan hafi ekki kært vegna þess að hún var „auðmýkt og skammaði sín“ auk þess sem hún var hrædd við hótanir Stallone. Hún sagðist ekki hafa verið neydd til að eiga mök við Stallone og lífvörðinn en að hún hafi verið hrædd við þá. Í fyrstu hafi hún tekið hótun Stallone sem brandara en þegar hún var farin hafi hún fyllst skelfingu og óvissu um hvort að alvara byggi að baki henni eða ekki, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michelle Bega, talsmaður Stallone, kallar ásakanirnar „fáránlegar“ og segir að Stallone hafi ekkert vitað um þær fyrr en nú. Yfirvöld hafi aldrei sett sig í samband við leikaranna vegna þeirra. Lífvörðurinn, Mike de Luca, var skotinn til bana af lögreglu í Kaliforníu fyrir fjórum árum. MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira
Kona hefur stigið fram og sakað bandaríska leikarann Sylvester Stallone og lífvörð hans um að kynferðisofbeldi þegar hún var sextán ára gömul á 9. áratug síðustu aldar. Talsmaður Stallone vísar ásökunum á bug og segir þær algerlega rangar. Að sögn konunnar hitti hún Stallone og lífvörðinn í Las Vegas í júlí árið 1986 þegar hún fékk eiginhandaráritun frá leikaranum sem þá var fertugur. Lífvörðurinn hafi látið hana fá lykil að hótelherbergi þar sem hún hafi síðan sængað hjá báðum mönnum. Stallone hafi síðan sagt henni að þar sem þeir væru báðir giftir menn mætti hún ekki segja neitt. Ef hún gerði það þyrftu þeir berja á henni. Breska blaðið Mail Online vitnar í lögregluskýrslur um málið. Konan hafi ekki kært vegna þess að hún var „auðmýkt og skammaði sín“ auk þess sem hún var hrædd við hótanir Stallone. Hún sagðist ekki hafa verið neydd til að eiga mök við Stallone og lífvörðinn en að hún hafi verið hrædd við þá. Í fyrstu hafi hún tekið hótun Stallone sem brandara en þegar hún var farin hafi hún fyllst skelfingu og óvissu um hvort að alvara byggi að baki henni eða ekki, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michelle Bega, talsmaður Stallone, kallar ásakanirnar „fáránlegar“ og segir að Stallone hafi ekkert vitað um þær fyrr en nú. Yfirvöld hafi aldrei sett sig í samband við leikaranna vegna þeirra. Lífvörðurinn, Mike de Luca, var skotinn til bana af lögreglu í Kaliforníu fyrir fjórum árum.
MeToo Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Sjá meira