Stjórnvöld auki ekki enn frekar á þensluna með ríkisútgjöldum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2017 07:00 „Svona mikill hagvöxtur er langt yfir hagvaxtargetu þjóðarbúsins. Þetta leiðir augljóslega til þenslu. Við getum ekki viðhaldið svona hagvexti út í hið endalausa. Það er alveg gefið mál,“ segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Hagvöxtur á Íslandi mældist 7,2 prósent á síðasta ári sem er mesti hagvöxtur frá árinu 2007 þegar hann nam 9,3 prósentum. Þetta er töluvert meiri hagvöxtur en mælst hefur á síðustu árum.Daníel Svavarsson hagfræðingurHagfræðideild Landsbankans segir að hagvöxtur hafi verið mun meiri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum. Horft yfir heiminn í heild hafi hagvöxtur aðeins mælst meiri í einu ríki á síðasta ári, Indlandi. Þar er áætlað að hagvöxturinn hafi numið 7,5 prósentum. Allt útlit er fyrir að hagvöxtur verði einnig mikill í ár með sífelldri fjölgun ferðamanna og góðri loðnuvertíð. Daníel bendir á að einkaneysla sé vaxandi og hafi ekki náð hámarki ennþá. „Þannig að það er alls ekki ólíklegt að hagvöxturinn í ár verði svipaður ef ekki meiri en í fyrra. En svo kemur að því að við getum ekki keyrt áfram á yfirgír og þá á sér stað einhver aðlögun. Og vonandi verður það niðurtröppun í hagvexti frekar en samdráttur,“ segir Daníel. Hann kveðst bjartsýnn á að það náist mjúk lending í þetta skipti. „Það er ekkert öruggt að þetta klikki hjá okkur núna. Vegna þess að þessi aukning í einkaneyslunni og fjárfestingu virðist enn sem komið er ekki tekin að láni. Einkaneyslan er til dæmis ekki að aukast meira en kaupmáttur launa. Það er ein vísbendingin. Og svo erum við ekki að sjá mikla útlánaaukningu í bankakerfinu. Fyrirtæki og heimili virðast því vera mikið að nota eigin fé til þess að fjárfesta,“ segir Daníel.Lars ChristensenLars Christensen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank, segir nýjustu hagvaxtartölur ekki gefa tilefni til að grípa til einhverra viðbragða í óðagoti. Hann tekur undir með Daníel, að staðan sé frábrugðin því sem var árið 2007-2008 þegar mikið lánsfé hafði streymt inn í hagkerfið. Hins vegar hafi Íslendingar núna gott færi á að hefja undirbúning að kerfisbreytingum í efnahagslífinu til að draga úr bólumyndun í hagkerfinu. Lars Christensen segir tekjur ríkisins aukast í þessu árferði. Ríkisstjórnin megi hins vegar ekki auka á þenslu með auknum ríkisútgjöldum. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann verða að standa í lappirnar,“ segir Lars og fagnar hugmyndum um auðlindasjóð þar sem hægt er að leggja fyrir tekjur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
„Svona mikill hagvöxtur er langt yfir hagvaxtargetu þjóðarbúsins. Þetta leiðir augljóslega til þenslu. Við getum ekki viðhaldið svona hagvexti út í hið endalausa. Það er alveg gefið mál,“ segir Daníel Svavarsson, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans. Hagvöxtur á Íslandi mældist 7,2 prósent á síðasta ári sem er mesti hagvöxtur frá árinu 2007 þegar hann nam 9,3 prósentum. Þetta er töluvert meiri hagvöxtur en mælst hefur á síðustu árum.Daníel Svavarsson hagfræðingurHagfræðideild Landsbankans segir að hagvöxtur hafi verið mun meiri á Íslandi en í öðrum OECD-ríkjum. Horft yfir heiminn í heild hafi hagvöxtur aðeins mælst meiri í einu ríki á síðasta ári, Indlandi. Þar er áætlað að hagvöxturinn hafi numið 7,5 prósentum. Allt útlit er fyrir að hagvöxtur verði einnig mikill í ár með sífelldri fjölgun ferðamanna og góðri loðnuvertíð. Daníel bendir á að einkaneysla sé vaxandi og hafi ekki náð hámarki ennþá. „Þannig að það er alls ekki ólíklegt að hagvöxturinn í ár verði svipaður ef ekki meiri en í fyrra. En svo kemur að því að við getum ekki keyrt áfram á yfirgír og þá á sér stað einhver aðlögun. Og vonandi verður það niðurtröppun í hagvexti frekar en samdráttur,“ segir Daníel. Hann kveðst bjartsýnn á að það náist mjúk lending í þetta skipti. „Það er ekkert öruggt að þetta klikki hjá okkur núna. Vegna þess að þessi aukning í einkaneyslunni og fjárfestingu virðist enn sem komið er ekki tekin að láni. Einkaneyslan er til dæmis ekki að aukast meira en kaupmáttur launa. Það er ein vísbendingin. Og svo erum við ekki að sjá mikla útlánaaukningu í bankakerfinu. Fyrirtæki og heimili virðast því vera mikið að nota eigin fé til þess að fjárfesta,“ segir Daníel.Lars ChristensenLars Christensen, fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank, segir nýjustu hagvaxtartölur ekki gefa tilefni til að grípa til einhverra viðbragða í óðagoti. Hann tekur undir með Daníel, að staðan sé frábrugðin því sem var árið 2007-2008 þegar mikið lánsfé hafði streymt inn í hagkerfið. Hins vegar hafi Íslendingar núna gott færi á að hefja undirbúning að kerfisbreytingum í efnahagslífinu til að draga úr bólumyndun í hagkerfinu. Lars Christensen segir tekjur ríkisins aukast í þessu árferði. Ríkisstjórnin megi hins vegar ekki auka á þenslu með auknum ríkisútgjöldum. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann verða að standa í lappirnar,“ segir Lars og fagnar hugmyndum um auðlindasjóð þar sem hægt er að leggja fyrir tekjur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira