Körfubolti

Ellefu stig frá Martin í sigri eftir framlengingu

Martin í leik með þýska liðinu.
Martin í leik með þýska liðinu. vísir/getty
Martin Hermannsson var sem fyrr öflugur í liði Alba Berlín sem vann sinn fimmta leik í röð í Evrópubikarnum í körfubolta en liðið hafði betur gegn tyrkneska félaginu Tofas, 106-101, eftir framlengingu.

Alba byrjaði af miklu krafti og eftir að hafa verið sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann bættu þeir enn frekar í. Þeir leiddu svo í hálfleik 52-32.

Þeir slökuðu hins vegar á klónni í þriðja leikhluta. Eþir töpuðu honum með sextán stiga mun, 32-16, og hleyptu heimamönnum á bragðið. Það var því hart barist í fjórða leikhlutanum.

Er fjórar mínútur voru eftir af leiknum var allt jafnt, 78-78, en eftir dramatískar lokamínútur í venjulegum leiktíma var staðan jöfn, 92-92, og því þurfti að framlengja.

Í framlengingunni voru gestirnir frá Berlín sterkari og Martin og félagar unnu afar sterkan sigur á útivelli, 106-101. Alba er á toppi riðilsins með fimm sigra í fyrstu sex leikjunum.

Martin var með ellefu stig í kvöld en auk þess gaf hann átta stoðsendingar. Hann tók svo þrjú fráköst. Öflugur KR-ingurinn sem fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×