Náði að hughreysta æskuvin sinn áður en hann var handtekinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. nóvember 2018 16:44 Kjartan Björnsson, nágranni og æskuvinur íbúa hússins að Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í gær, segir það hafa verið afar þungbært að sjá húsið á æskuslóðunum í ljósum logum. Kjartan segist hafa náð að hughreysta vin sinn í skamma stund í gær áður en lögregla handtók þann síðarnefnda á vettvangi. Téður húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg í gær. Þau voru yfirheyrð í dag og leidd fyrir dómara síðdegis þar sem farið var fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir létust í eldsvoðanum, karl og kona sem bæði voru gestkomandi í húsinu. „Þetta sló mig verulega. Ég er náttúrulega alinn upp á þessum æskuslóðum hér í gamla bænum, á Kirkjuvegi 17 beint á móti þessu húsi, Kirkjuvegi 18,“ sagði Kjartan í samtali við fréttamann Stöðvar 2 á Selfossi í dag. Kjartan var á leið á bæjarráðsfund þegar honum var gert kunnugt um að eldur hefði kviknað í húsinu, þar sem æskufélagi hans er til heimilis. „Þannig að ég fór strax á staðinn og frestaði för minni á fundinn,“ sagði Kjartan, og bætti við að aðkoman hafi verið afar slæm þegar hann kom aðvífandi.Frá vettvangi eldsvoðans í gær.Vísir/egill„Ég ætlaði að hitta vin minn þarna fyrir utan og vita hvort ég gæti veitt honum einhvern stuðning, og ég gerði það í smá stund. En svo náttúrulega færði lögregla mig frá honum vegna rannsóknarhagsmuna.“Náði hann að segja þér hvað kom fyrir?„Já, já. Aðeins var það, en ég ætla ekki að hafa það eftir.“ Þá sagði Kjartan að málið væri hið sorglegasta og hvíldi þungt á litla samfélaginu á Selfossi. „Það var bara mjög sárt að sjá húsið. Og nú er hann heimilislaus en það var auðvitað sýnu sárara að þarna skyldu tvær manneskjur látast, það var náttúrulega enn sorglegra og hugur munn er hjá aðstandendum þeirra. Við erum ekki það stórt samfélag, það slær fólk alltaf þegar svona gerist. Þetta er ákaflega sorglegt.“Rætt verður frekar við nágranna og viðbragðsaðila í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um brunann á Selfossi í kvöld. Fréttirnar eru sýndar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30. Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Kjartan Björnsson, nágranni og æskuvinur íbúa hússins að Kirkjuvegi á Selfossi sem brann í gær, segir það hafa verið afar þungbært að sjá húsið á æskuslóðunum í ljósum logum. Kjartan segist hafa náð að hughreysta vin sinn í skamma stund í gær áður en lögregla handtók þann síðarnefnda á vettvangi. Téður húsráðandi og kona, sem var gestkomandi í húsinu, voru handtekin á vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg í gær. Þau voru yfirheyrð í dag og leidd fyrir dómara síðdegis þar sem farið var fram á vikulangt gæsluvarðhald yfir þeim. Tveir létust í eldsvoðanum, karl og kona sem bæði voru gestkomandi í húsinu. „Þetta sló mig verulega. Ég er náttúrulega alinn upp á þessum æskuslóðum hér í gamla bænum, á Kirkjuvegi 17 beint á móti þessu húsi, Kirkjuvegi 18,“ sagði Kjartan í samtali við fréttamann Stöðvar 2 á Selfossi í dag. Kjartan var á leið á bæjarráðsfund þegar honum var gert kunnugt um að eldur hefði kviknað í húsinu, þar sem æskufélagi hans er til heimilis. „Þannig að ég fór strax á staðinn og frestaði för minni á fundinn,“ sagði Kjartan, og bætti við að aðkoman hafi verið afar slæm þegar hann kom aðvífandi.Frá vettvangi eldsvoðans í gær.Vísir/egill„Ég ætlaði að hitta vin minn þarna fyrir utan og vita hvort ég gæti veitt honum einhvern stuðning, og ég gerði það í smá stund. En svo náttúrulega færði lögregla mig frá honum vegna rannsóknarhagsmuna.“Náði hann að segja þér hvað kom fyrir?„Já, já. Aðeins var það, en ég ætla ekki að hafa það eftir.“ Þá sagði Kjartan að málið væri hið sorglegasta og hvíldi þungt á litla samfélaginu á Selfossi. „Það var bara mjög sárt að sjá húsið. Og nú er hann heimilislaus en það var auðvitað sýnu sárara að þarna skyldu tvær manneskjur látast, það var náttúrulega enn sorglegra og hugur munn er hjá aðstandendum þeirra. Við erum ekki það stórt samfélag, það slær fólk alltaf þegar svona gerist. Þetta er ákaflega sorglegt.“Rætt verður frekar við nágranna og viðbragðsaðila í ítarlegri umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um brunann á Selfossi í kvöld. Fréttirnar eru sýndar í opinni dagskrá á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar klukkan 18:30.
Bruni á Kirkjuvegi Lögreglumál Tengdar fréttir Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30 Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54 Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Sjá meira
Fólkið hefur áður komið við sögu lögreglu Gert er ráð fyrir að yfirheyrslur yfir fólkinu, karli og konu, hefjist eftir hádegi í dag. 1. nóvember 2018 10:30
Hin látnu voru gestkomandi í húsinu Viðbragðsaðilar á vettvangi við Kirkjuveg á Selfossi fundu í morgun karl og konu sem fórust í eldsvoða í húsinu í gær. 1. nóvember 2018 12:54
Ákvörðun um gæsluvarðhald yfir fólkinu frestað til kvölds Karl og kona, sem handtekin voru í gær vegna eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi, voru leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Suðurlands á fjórða tímanum í dag. 1. nóvember 2018 15:49