Tilkynning Ágústs ekki gerð í sátt við Báru Sveinn Arnarsson skrifar 12. desember 2018 06:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. FBL/Stefán Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rangfærslum sem komu fram í tilkynningu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru.Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Mynd/AðsendInga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trúnaðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokksins, var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja málavextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, segir Ágúst Ólaf Ágústsson, þingmann flokksins, hafa sagt sér ósatt um að tilkynning hans hefði verið skrifuð og send í fullu samráði við Báru Huld Beck. Bára svaraði í gær rangfærslum sem komu fram í tilkynningu sem Ágúst birti fyrir helgi, eftir að trúnaðarnefnd Samfylkingar áminnti hann fyrir að áreita Báru.Inga Björk Bjarnadóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.Mynd/AðsendInga Björk tekur afstöðu með brotaþolanum. „Ég trúði því að Ágúst Ólafur hefði sent út þessa yfirlýsingu í samráði við þolanda og það var það sem mér var sagt þegar ég frétti af þessu rétt áður en yfirlýsingin var send út. Auðvitað hryggir það mig mjög að svo hafi ekki verið,“ segir hún. „Auðvitað brýtur Ágúst Ólafur mitt traust sem formanns framkvæmdastjórnar, þegar mér er sagt að tilkynningin hafi verið send út í samráði við þolanda.“ Margir hafa gagnrýnt þá stöðu að Samfylkingin skuli rannsaka mál sem varði hana sjálfa og hvort trúnaðarnefndin sé hlutlaus. Inga Björk bendir á að nefndin er samansett af sérfræðingum og sé hlutlaus aðili. Hins vegar verði verkferlar skoðaðir nú í kjölfar þessa máls en hún segist alltaf taka afstöðu með brotaþolum í málum sem þessum. „Við erum að koma út úr þessari Metoo-byltingu og ég held að öll félagasamtök og fyrirtæki viti ekki hvernig eigi að takast á við svona mál. Við erum að læra það sem samfélag,“ segir hún. Logi Einarsson, formaður flokksins, var upplýstur um málið af Báru sjálfri. Auk þess liggja málavextir fyrir í skýrslu nefndarinnar. Ágúst gekkst við hegðan sinni fyrir nefndinni, sem fólst í því að hafa endurtekið, og í óþökk Báru reynt að kyssa hana á vinnustað hennar. Hann hafi niðurlægt hana með móðgandi athugasemdum um útlit hennar og vitsmuni. „Ágúst er ágætis liðsfélagi minn og við höfum átt gott samstarf. Það er einmitt þess vegna sem það er mikilvægt að við höfum sett á laggirnar trúnaðarnefnd til að taka á málum. Þessi nefnd veitti Ágústi áminningu sem er mjög alvarlegt. Ég held við verðum að gefa honum ráðrúm til þess, svo sjáum við til,“ segir Logi. Ekki náðist í Ágúst Ólaf við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir nokkra eftirleitan.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38 Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30 Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Ágúst Ólafur: Misræmið byggir á ólíkri upplifun Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það aldrei hafa verið ætlun hans að rengja frásögn Báru eða draga úr hans hlut. 11. desember 2018 13:38
Enn til umræðu hvort UJ krefjist afsagnar Ágústs Ungliðahreyfing Samfylkingarinnar lítur áreitnismál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns flokksins grafalvarlegum augum 11. desember 2018 13:30
Vill ekki svara því hvort Ágúst Ólafur eigi að segja af sér Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, vill ekki tjá sig um þann mun á sem er á yfirlýsingum Ágústar Ólafs Ágústssonar, þingmanns flokksins, og Báru Huldar Beck, blaðamanns á Kjarnanum, á því hvað gerðist á skrifstofu Kjarnans þann 20. júní síðastliðinn. 11. desember 2018 12:28