Rússar ganga til forsetakosninga Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2018 07:27 Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er búinn að kjósa í kosningunum. Hann sækist eftir endurkjöri. Vísir/AFP Forsetakosningar fara fram í Rússlandi í dag. Vladimir Pútín, sitjandi forseti, sækist eftir endurkjöri í fjórða sinn. Kjörstaðir opnuðu í austasta hluta Rússlands um klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma og í Moskvu, höfuðborg Rússlands, níu klukkustundum síðar. Fyrstu talna úr kosningunum er að vænta í kvöld, að því er fram kemur í frétt BBC. Pútín hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra. Hann vonast nú til þess að ná endurkjöri í forsetaembættið í fjórða sinn og sitja í sex ár til viðbótar. Búist er við því að Pútín fari með sigur af hólmi í fyrri umferð kosninganna, og hreppi að endingu hnossið í annarri umferð sem haldin verður 8. apríl næstkomandi. Mótframbjóðendur Pútíns eru sjö að þessu sinni, þ.á.m. kommúnistinn og milljónamæringurinn Pavel Grudinin, Ksenia Sobchak, fyrrverandi stjórnandi raunveruleikaþáttar og þjóðernissinninn Vladimir Zhirinovsky. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, Alexei Navalny, var í júní síðastliðnum meinað að bjóða sig fram á móti Pútín. Navalní, sem hefur verið baráttumaður gegn spillingu í Rússlandi, var ekki talinn kjörgengur vegna dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt í febrúar. Dómurinn var skilorðsbundinn. Sjálfur hefur Navalní fullyrt ítrekað að málið gegn honum hafi verið runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga, Tengdar fréttir Rússneski Kommúnistaflokkurinn teflir fram nær óþekktum frambjóðanda gegn Pútín Pavel Grudinin mun etja kappi við sitjandi Rússlandsforseta þegar þjóðin gengur til kosninga í mars á næsta ári. 23. desember 2017 21:58 Pútín sækist eftir endurkjöri Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst sækjast eftir endurkjöri í rússnesku forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 6. desember 2017 17:32 Pútín dýfði sér í ísilagt vatn í tilefni þrettándans Myndir af Rússlandsforseta berum að ofan bætast í sístækkandi safn. 19. janúar 2018 09:59 Helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Umdeildur dómur yfir Alexei Navalní sem Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við kemur í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosningum í Rússlandi í mars. 25. desember 2017 15:33 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Forsetakosningar fara fram í Rússlandi í dag. Vladimir Pútín, sitjandi forseti, sækist eftir endurkjöri í fjórða sinn. Kjörstaðir opnuðu í austasta hluta Rússlands um klukkan 20 í gærkvöldi að íslenskum tíma og í Moskvu, höfuðborg Rússlands, níu klukkustundum síðar. Fyrstu talna úr kosningunum er að vænta í kvöld, að því er fram kemur í frétt BBC. Pútín hefur setið óslitið við völd í Rússlandi síðan árið 1999, ýmist sem forseti eða forsætisráðherra. Hann vonast nú til þess að ná endurkjöri í forsetaembættið í fjórða sinn og sitja í sex ár til viðbótar. Búist er við því að Pútín fari með sigur af hólmi í fyrri umferð kosninganna, og hreppi að endingu hnossið í annarri umferð sem haldin verður 8. apríl næstkomandi. Mótframbjóðendur Pútíns eru sjö að þessu sinni, þ.á.m. kommúnistinn og milljónamæringurinn Pavel Grudinin, Ksenia Sobchak, fyrrverandi stjórnandi raunveruleikaþáttar og þjóðernissinninn Vladimir Zhirinovsky. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, Alexei Navalny, var í júní síðastliðnum meinað að bjóða sig fram á móti Pútín. Navalní, sem hefur verið baráttumaður gegn spillingu í Rússlandi, var ekki talinn kjörgengur vegna dóms sem hann hlaut fyrir fjárdrátt í febrúar. Dómurinn var skilorðsbundinn. Sjálfur hefur Navalní fullyrt ítrekað að málið gegn honum hafi verið runnið undan rifjum pólitískra andstæðinga,
Tengdar fréttir Rússneski Kommúnistaflokkurinn teflir fram nær óþekktum frambjóðanda gegn Pútín Pavel Grudinin mun etja kappi við sitjandi Rússlandsforseta þegar þjóðin gengur til kosninga í mars á næsta ári. 23. desember 2017 21:58 Pútín sækist eftir endurkjöri Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst sækjast eftir endurkjöri í rússnesku forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 6. desember 2017 17:32 Pútín dýfði sér í ísilagt vatn í tilefni þrettándans Myndir af Rússlandsforseta berum að ofan bætast í sístækkandi safn. 19. janúar 2018 09:59 Helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Umdeildur dómur yfir Alexei Navalní sem Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við kemur í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosningum í Rússlandi í mars. 25. desember 2017 15:33 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Titringur á Alþingi Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Rússneski Kommúnistaflokkurinn teflir fram nær óþekktum frambjóðanda gegn Pútín Pavel Grudinin mun etja kappi við sitjandi Rússlandsforseta þegar þjóðin gengur til kosninga í mars á næsta ári. 23. desember 2017 21:58
Pútín sækist eftir endurkjöri Vladimír Pútín Rússlandsforseti hyggst sækjast eftir endurkjöri í rússnesku forsetakosningunum sem fram fara á næsta ári. 6. desember 2017 17:32
Pútín dýfði sér í ísilagt vatn í tilefni þrettándans Myndir af Rússlandsforseta berum að ofan bætast í sístækkandi safn. 19. janúar 2018 09:59
Helsta leiðtoga stjórnarandstæðinga bannað að bjóða sig fram gegn Pútín Umdeildur dómur yfir Alexei Navalní sem Mannréttindadómstóll Evrópu gerði athugasemdir við kemur í veg fyrir að hann geti boðið sig fram í forsetakosningum í Rússlandi í mars. 25. desember 2017 15:33