Innlent

Tildrög flugatviksins enn óljós

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá.
Vélin fór niður við Skálaárvatn á Kinnarfjöllum, suðvestur af Húsavík, um fimm kílómetra suðvestur af bænum Syðri-Leikskálaá. Visir/MAP.is
Lögreglan rannsakar nú flugatvik sunnan Skálavatns í gærkvöldi. Tildrög eru enn óljós þar sem rannsóknin er enn á frumstigi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi Eystra. Samkvæmt heimildum Vísis er flugmaðurinn nú í skýrslutöku hjá lögreglu. 

Ekki urðu nein slys á fólki og við fyrstu sýn virðist flugvélin lítið skemmd, karl og kona voru í vélinni.  Rannsóknarlögreglumenn ásamt rannsóknarnefnd Samgöngustofu sinntu vettvangsrannsókn fram á nótt og voru þeir fluttir tilbaka með þyrlu Landhelgisgæslunnar um hálf tvö. Aðgerðarstjórn Almannavarnanefndar Eyjafjarðar hætti svo störfum um klukkutíma síðar.

Eins og kom fram á Vísi í morgun sá þyrla Landhelgisgæslunnar um að flytja fólkið á sjúkrahús á Akureyri til skoðunar. Eftir það flutti hún lögreglu og rannsóknarnefndina aftur á vettvang. Hún skilaði þeim svo af sér og var lent í Reykjavík um klukkan þrjú í nótt

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði í samtali við Vísi í dag að aðgerðir hafi gengið mjög vel. 


Tengdar fréttir

Flugvél brotlenti í Kinnarfjöllum

Ekki er talið að alvarleg meiðsl hafi orðið á tveimur farþegum fjögurra sæta flugvélar sem brotlenti í Kinnarfjöllum rétt norðan af Ljósavatni við Húsavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×